Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:00 Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar