Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Erik ten Hag hefur nú fært Manchester United langþráðan titil en Pep Guardiola segist hafa búist við meira af United síðustu ár. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira