Heilsugæslu skellt í lás Björn Gíslason skrifar 28. febrúar 2023 09:00 Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Björn Gíslason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun