Að gefa og þiggja Ragnar Schram skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar