Innlent

Skjálfti 3,2 að stærð í Mýr­dals­jökli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjálftinn mældist 3,2 að stærð.
Skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli rétt eftir klukkan hálf þrjú í dag. Töluverð skjálftavirkni hefur mælst í jöklinum síðustu daga. 

Í gær mældust níu skjálftar í Mýrdalsjökli, sjö þeirra upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Stærsti mældist 2,6 að stærð. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að jarðskjálftavirkni sé tiltölulega algeng í jöklinum en svipuð virkni varð í desember og nóvember í fyrra.

Skjálftakort af Mýrdalsjökli en græna stjarnan er skjálftinn sem mældist 3,2.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×