Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:49 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. EPA/MARC MUELLER Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20