Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 11:00 Það eru læti á leikjum Leksand í sænsku íshokkídeildinni. Vísir/Getty Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins. Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“ Íshokkí Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“
Íshokkí Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira