Svíar og Norðmenn einoka verðlaunasætin á heimsmeistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 21:30 Simen Kruger fagnar þegar hann kemur í mark í 30 km göngunni í dag. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer nú fram í Planica í Slóveníu. Eftir fyrstu keppnisgreinarnar hafa nágrannaþjóðirnar Norðmenn og Svíar svo gott sem einokað verðlaunasætin. Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall. Skíðaíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall.
Skíðaíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira