Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:55 Fjörtíu og fjögur verkalýðsfélög í fimm landssambandöndum tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Vísir/Egill Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“ Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent