Markalaust hjá Liverpool og Crystal Palace Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. febrúar 2023 21:41 Cody Gakpo að klúðra besta færi leiksins. vísir/Getty Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var í rólegri kantinum og lauk með markalausu jafntefli þar sem Liverpool var í heimsókn hjá Crystal Palace. Heimamenn komust næst því að skora mark í fyrri hálfleik þegar Jean Philippe Mateta átti skalla sem hafnaði í slánni. Gestirnir frá Liverpool sóttu meira í síðari hálfleik og bæði Mohamed Salah og Cody Gakpo fengu góð færi til að gera út um leikinn. Allt kom fyrir ekki og lokatölur því 0-0. Liverpool lyftir sér þar með upp í sjöunda sæti deildarinnar, um stundarsakir hið minnsta en lærisveinar Jurgen Klopp eru sex stigum frá fjórða sætinu eftirsótta sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var í rólegri kantinum og lauk með markalausu jafntefli þar sem Liverpool var í heimsókn hjá Crystal Palace. Heimamenn komust næst því að skora mark í fyrri hálfleik þegar Jean Philippe Mateta átti skalla sem hafnaði í slánni. Gestirnir frá Liverpool sóttu meira í síðari hálfleik og bæði Mohamed Salah og Cody Gakpo fengu góð færi til að gera út um leikinn. Allt kom fyrir ekki og lokatölur því 0-0. Liverpool lyftir sér þar með upp í sjöunda sæti deildarinnar, um stundarsakir hið minnsta en lærisveinar Jurgen Klopp eru sex stigum frá fjórða sætinu eftirsótta sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti