Klúður! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 23. febrúar 2023 15:01 Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar