Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 10:03 Vilborg Anna Garðarsdóttir, Gestur Steinþórsson og Sigurpáll Torfason. Aðsend Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll. Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll.
Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira