Hver tekur við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2023 09:01 Nokkrir þeirra sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari. Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? Í fyrradag var greint frá því að Guðmundur Guðmundsson væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins eftir fimm ára starf. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýra íslenska liðinu í leikjunum fjórum sem eftir eru í undankeppni EM 2024. Ísland mætir Tékklandi tvívegis í næsta mánuði og svo Ísrael og Eistlandi í apríl. Íslendingar eru með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Ísraelsmönnum og Eistlendingum. Gunnar segist ekki ætla að sækjast eftir því að taka við landsliðinu til frambúðar. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynna HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki. Ég hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ sagði Gunnar við íþróttadeild í gær. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ En hverjir koma þá til greina í starf landsliðsþjálfara? Förum aðeins yfir kostina sem í boði eru. Dagur Sigurðsson Draumakostur margra í starf landsliðsþjálfara. Samkvæmt könnun Vísis eftir HM vildu 33 prósent að hann tæki við landsliðinu. Dagur er hins vegar í starfi núna. Hann er landsliðsþjálfari Japans og er samningsbundinn japanska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Í samtali við Vísi sagðist Dagur vera tilbúinn að skoða það að taka við íslenska landsliðinu eftir að samningur hans í Japan rennur út. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert pælt í því. Ég veit að það eru margir að hugsa um íslenska landsliðið, fyrir mína hönd. Ég hef alveg sagt það; ég er til í að skoða það þegar mínum samningi lýkur,“ sagði Dagur sem hefur einnig þjálfað landslið Austurríkis og Þýskalands. Undir hans stjórn urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar 2016 og unnu brons á Ólympíuleikunum sama ár. Snorri Steinn Guðjónsson Líkt og Dagur er Snorri Steinn Valsmaður og fyrrverandi leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Hann hefur gert frábæra hluti með Val á síðustu árum. Liðið vann tvöfalt 2021, þrefalt 2022 og í vetur hefur það gert það gott í Evrópudeildinni. Valur tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri á PAUC í fyrradag, 40-31. Snorri skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, til 2025. Hann mun einhvern tímann þjálfa landsliðið en hvenær? Kristján Andrésson Hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi og þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2016-19. Undir hans stjórn enduðu Svíar í 2. sæti á EM 2018. Hlutirnir gengu hins vegar ekki vel hjá Rhein-Neckar Löwen og hann hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara þaðan. Er í dag íþróttastjóri hjá GUIF. Alfreð Gíslason Alfreð er einn okkar farsælasti þjálfari og er núna við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu. Hann tók við því 2020 og undir hans stjórn endaði það í 5. sæti á HM í janúar. Samningur Alfreðs við þýska handknattleikssambandið rennur út eftir EM 2024 í Þýskalandi og það er spurning hvort það freisti Alfreðs að taka aftur við landsliðinu? Þórir Hergeirsson Annar af okkar farsælustu þjálfarasonum. Þórir hefur búið í Noregi nær alla starfsævina og þjálfað kvennalandslið Noregs frá 2009. Árangurinn er stórkostlegur en undir hans stjórn hefur liðið fimm sinnum orðið Evrópumeistari, þrisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hann er í frábæru starfi, dýrkaður og dáður í Noregi svo það er kannski erfitt að sjá hann snúa aftur heim. Erlingur Richardsson Erlingur er þjálfari ÍBV en lætur af því starfi eftir tímabilið. Þjálfaði félagslið í Austurríki og Þýskalandi og náði stórgóðum árangri með hollenska landsliðið. Var um tíma í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Patrekur Jóhannesson Þjálfar Stjörnuna í dag. Var lengi landsliðsþjálfari Austurríkis og gerði góða hluti þar. Hefur gert bæði Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum. Teymið Í samtali við Vísi sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, að teymið í kringum landsliðið væri mjög mikilvægt. „Við setjumst væntanlega niður í næstu viku og förum að ræða hvernig þjálfara við viljum, hvernig teymið þarf að vera og annað í þeim dúr. Það er að mörgu að hyggja og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðmundur. Hér eru nöfn nokkurra þjálfara sem gætu verið í teyminu: Ólafur Stefánsson Hannes Jón Jónsson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Bjarni Fritzson Guðjón Valur Sigurðsson Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Guðmundur Guðmundsson væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins eftir fimm ára starf. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýra íslenska liðinu í leikjunum fjórum sem eftir eru í undankeppni EM 2024. Ísland mætir Tékklandi tvívegis í næsta mánuði og svo Ísrael og Eistlandi í apríl. Íslendingar eru með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Ísraelsmönnum og Eistlendingum. Gunnar segist ekki ætla að sækjast eftir því að taka við landsliðinu til frambúðar. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynna HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki. Ég hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ sagði Gunnar við íþróttadeild í gær. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ En hverjir koma þá til greina í starf landsliðsþjálfara? Förum aðeins yfir kostina sem í boði eru. Dagur Sigurðsson Draumakostur margra í starf landsliðsþjálfara. Samkvæmt könnun Vísis eftir HM vildu 33 prósent að hann tæki við landsliðinu. Dagur er hins vegar í starfi núna. Hann er landsliðsþjálfari Japans og er samningsbundinn japanska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Í samtali við Vísi sagðist Dagur vera tilbúinn að skoða það að taka við íslenska landsliðinu eftir að samningur hans í Japan rennur út. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert pælt í því. Ég veit að það eru margir að hugsa um íslenska landsliðið, fyrir mína hönd. Ég hef alveg sagt það; ég er til í að skoða það þegar mínum samningi lýkur,“ sagði Dagur sem hefur einnig þjálfað landslið Austurríkis og Þýskalands. Undir hans stjórn urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar 2016 og unnu brons á Ólympíuleikunum sama ár. Snorri Steinn Guðjónsson Líkt og Dagur er Snorri Steinn Valsmaður og fyrrverandi leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Hann hefur gert frábæra hluti með Val á síðustu árum. Liðið vann tvöfalt 2021, þrefalt 2022 og í vetur hefur það gert það gott í Evrópudeildinni. Valur tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri á PAUC í fyrradag, 40-31. Snorri skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, til 2025. Hann mun einhvern tímann þjálfa landsliðið en hvenær? Kristján Andrésson Hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi og þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2016-19. Undir hans stjórn enduðu Svíar í 2. sæti á EM 2018. Hlutirnir gengu hins vegar ekki vel hjá Rhein-Neckar Löwen og hann hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara þaðan. Er í dag íþróttastjóri hjá GUIF. Alfreð Gíslason Alfreð er einn okkar farsælasti þjálfari og er núna við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu. Hann tók við því 2020 og undir hans stjórn endaði það í 5. sæti á HM í janúar. Samningur Alfreðs við þýska handknattleikssambandið rennur út eftir EM 2024 í Þýskalandi og það er spurning hvort það freisti Alfreðs að taka aftur við landsliðinu? Þórir Hergeirsson Annar af okkar farsælustu þjálfarasonum. Þórir hefur búið í Noregi nær alla starfsævina og þjálfað kvennalandslið Noregs frá 2009. Árangurinn er stórkostlegur en undir hans stjórn hefur liðið fimm sinnum orðið Evrópumeistari, þrisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hann er í frábæru starfi, dýrkaður og dáður í Noregi svo það er kannski erfitt að sjá hann snúa aftur heim. Erlingur Richardsson Erlingur er þjálfari ÍBV en lætur af því starfi eftir tímabilið. Þjálfaði félagslið í Austurríki og Þýskalandi og náði stórgóðum árangri með hollenska landsliðið. Var um tíma í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Patrekur Jóhannesson Þjálfar Stjörnuna í dag. Var lengi landsliðsþjálfari Austurríkis og gerði góða hluti þar. Hefur gert bæði Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum. Teymið Í samtali við Vísi sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, að teymið í kringum landsliðið væri mjög mikilvægt. „Við setjumst væntanlega niður í næstu viku og förum að ræða hvernig þjálfara við viljum, hvernig teymið þarf að vera og annað í þeim dúr. Það er að mörgu að hyggja og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðmundur. Hér eru nöfn nokkurra þjálfara sem gætu verið í teyminu: Ólafur Stefánsson Hannes Jón Jónsson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Bjarni Fritzson Guðjón Valur Sigurðsson
Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti