Fjarðarheiðargöng fyrir fáa? Þröstur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 14:01 Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Byggðamál Samgöngur Fjarðabyggð Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun