Bestir í klefanum: Sögur af fjórum geirvörtum og nöktum manni á Blönduósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 11:31 Agnar Smári Jónsson gaf Þorgrími Smára leyfi að birta þessa mynd. Úr einkasafni Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum. Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira