Dvínandi stuðningur við staðreyndir Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. febrúar 2023 15:01 Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun