Um fúsk, óráðsíu og ósannindi háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 11:31 Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar