Sport

Erna Sóley búin að bæta Íslandsmetið um 97 sentímetra á nokkrum vikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti Íslandsmetið í þriðja sinn á stuttum tíma í gær.
Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti Íslandsmetið í þriðja sinn á stuttum tíma í gær. Instagram/@erna_soley

Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti í gær Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss í þriðja sinn á nokkrum vikum.

Erna Sóley tryggði sér svæðismeistaratitilinn með því að vinna Svæðismeistaramótið (Conference USA Indoor Championships) sem fór fram í Birmingham í Alabama fylki.

Erna kastaði kúlunni 17.92 metra og bætti Íslandsmet sitt frá 4. febrúar um 22 sentímetra.

Íslandsmótið stóð í 16,95 metrum þegar árið gekk í garð en Erna byrjaði að bæta það 27. janúar þegar hún kastaði kúlunni 17,34 metra og rauf sautján metra múrinn fyrst íslenska kvenna.

Hún er því búin að bæta metið úr 16,95 metrum í 17,92 metra á þessu ári eða um 97 sentímetra. Hana vantar líka aðeins átta sentímetra að komast yfir átján metra múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×