Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 07:00 Birgitta Sigurðardóttir starfar í krefjandi starfi hjá Innocent í Danmörku og sér þar um sölu- markaðsmál og vörumerkjastjórnun Innocent drykkja fyrir danskan markað og þann íslenska. Innocent er í eigu Coca Cola og ánafnar 10% af árlegum hagnaði í góðgerðarmál sem starfsfólk hefur tækifæri til að taka þátt í. Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. Þess á milli sendir hún pabba sínum flottar myndir af matvöruverslunum í útlöndum. Enda pabbi hennar framkvæmdastjóri Hagkaupa. Birgitta hefur verið búsett í Kaupmannahöfn frá því árið 2016 þegar hún fór þangað fyrst í meistaranám. Hún segir stefnuna vera þá að koma heim til Íslands á endanum. Sem stendur henti hins vegar betur að búa í Danmörku. Enda varla að biðlistar á leikskóla þekkist í Kaupmannahöfn. Við skulum forvitnast aðeins um starf Birgittu hjá Innocent. Matvöruverslanir og útlandaþrá Birgitta er fædd í Reykjavík árið 1992 og ólst upp í Grafarvogi til níu ára aldurs og síðan Fossvogi. Hún kláraði grunnskólann í Réttó, fór síðan í Versló og loks í viðskiptafræði með áherslu á fjármál í Háskóla Íslands. „Ég vissi alltaf að ég hefði áhuga á einhverju viðskiptatengdu. Enda pabbi starfandi í matvörugeiranum í þrjátíu ár. Og mér fannst alltaf svo gaman að vera með honum í búðunum. Að læra út á hvað þetta gengi allt saman. Til dæmis þegar Hagkaup opnaði í Spönginni í Grafarvogi. Staðsetningin á kælunum, hvað væri við hliðina á mjólkinni sem fengi fólk til að kaupa það og svo framvegis,“ segir Birgitta í léttum dúr þegar hún rifjar upp æskuna, en faðir hennar er Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa: „Mér finnst enn þá geggjað að skoða matvöruverslanir. Alltaf í útlöndum fer ég því að skoða þær sérstaklega. Og sendi pabba myndir!“ Birgitta fór líka í spennandi skiptinám á meðan hún var í skóla og var eitt sumar aupair. Í skiptinámið fór hún til Kaliforníu og New York og sem aupair starfaði hún eitt sumar á Ítalíu. „Það hefur líka alltaf blundað í mér ákveðin útlandaþrá. En þegar að því kom að ég stefndi á meistaranám var ég svolítið búin með Bandaríkin að mér fannst. Mig langaði til að fara í nám þar sem skriffinnskan og kerfið væri einfalt. Eins og er í Danmörku,“ segir Birgitta og útskýrir að allt í sambandi við Bandaríkin kalli til dæmis á að þú sækir um og ert síðan að bíða kannski í einhverja mánuði eftir að eitthvað gangi í gegn. Í Danmörku segir Birgitta að henni hafi strax tekist að aðlagast hratt og vel og þar sé sérstaklega auðvelt og þægilegt að komast inn í kerfið. Birgitta og Gunnar Þorlákur Þórsson eiga dótturina Ásdísi Ingu Gunnarsdóttur sem nú er um eins og hálfs árs. Þau stefna til Íslands í framtíðinni en það er auðveldara að vera með lítil börn í Kaupmannahöfn því þar er börnum lofað leikskólapláss þegar þau eru eins árs og við það er staðið. Námið og fyrsta starfið Í Kaupmannahöfn fór Birgitta í meistaranám í alþjóðlegri markaðsfræði og stjórnun í Copenhagen Business School, eða CBS eins og sá skóli er oftast kallaður. Fyrsta starfið hennar í Kaupmannahöfn var líka samhliða námi. Þá fór hún að vinna fyrir Gló sem þegar mest var, var rekið á fjórum stöðum í borginni. „Ég fór að vinna fyrir Gló strax þegar fyrsti staðurinn var að opna. Þannig að ég var að vinna með eigendum að undirbúningnum, að ráða starfsfólk og fleira. Enda einn af fyrstu starfsmönnum Gló í Danmörku sjálf. Á Gló vann ég í þrjú ár og endaði þar sem rekstrarstjóri og vörumerkjastjóri. Þetta var ótrúlega dýrmæt reynsla.“ Á þessum sömu árum var félagið KATLA Nordic stofnað en KATLA Nordic er félag fyrir ungar íslenskar athafnakonur á Norðurlöndunum. Flestar þeirra sem eru í félaginu, starfa í Danmörku en Birgitta var ein af stofnendum félagsins og sat þar um tíma í stjórn. Í febrúar árið 2020 fékk hún síðan starf sem vörumerkjastjóri hjá Innocent, en Innocent er í eigu Coca Cola en rekið sem sjálfstætt félag. „Það er rosalega mikið sem maður lærir af því að vinna í svona stóru alþjóðafyrirtæki því þótt Innocent sé rekið sjálfstætt lærir maður fljótt að hér eru margir flottir ferlar og vinnubrögð sem koma í raun frá því stóra fyrirtæki sem Coca Cola er.“ Um 400 manns sóttu um starfið hjá Innocent en þar fékk Birgitta strax tækifæri til að starfa nokkuð sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi. „Þar skipti sköpum að ég er með svo frábæran yfirmann. Konu sem hefur leyft mér að prófa nýja hluti,“ segir Birgitta en bætir við: Ég hef líka alltaf lagt áherslu á að læra nýja hluti. Á vegum fyrirtækisins er mikið af innanhúsnámskeiðum fyrir starfsmenn og þau hef ég stundað af kappi. Til dæmis hef ég farið á námskeið í samningatækni, hvernig maður heldur góðar glærukynningar á TEAMS og eitt prógrammið sem ég fór í var leiðtogahæfni sem var námskeið sem stóð yfir í eitt ár og miðaði við eina lotu á mánuði.“ Um fjögurhundruð manns sóttu um starfið sem Birgitta fékk á sínum tíma hjá Innocent en hún mælir með því að fólk vinni strategískt að ferilskránni sinni og Linkdin prófíl til þess að komast að hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þriggja ára biðlisti er eftir því hjá starfsfólki Innocent að fá að starfa sem fulltrúar í góðgerðarverkefnum og sótti Birgitta strax um að komast að í slíku verkefni. Sem hún fékk og vinnur núna að verkefni sem hlaut styrk í Kenya í Afríku. Gaman að geta stundum talað íslensku í vinnunni Fljótlega eftir að Birgitta hóf störf hjá Innocent bauðst henni að sjá einnig um íslenska markaðinn. Sem henni finnst mjög gaman að geta gert. „Mér finnst rosalega gaman að vera í vinnunni og senda tölvupóst á íslensku eða taka einn og einn fund á Teams með íslenskum samstarfsaðilum og viðskiptavinum,“ en það er fyrirtækið ÓJK-ÍSAM sem er innflutningsaðili Innocent á Íslandi. Birgitta segir starfið skemmtilegt og krefjandi en í Danmörku er Innocent drykkurinn með sérstaklega stóra markaðshlutdeild í djús- og smoothies geiranum. Því Innocent er hreinlega sölumesti drykkur sinnar tegundar þar. Sérðu fyrir þér að starfsframinn verði áfram úti? Nei, reyndar er stefnan að koma heim og þar sæi ég helst fyrir mér að vilja vinna hjá stóru fyrirtæki sem hefði þessa alþjóðlegu nærveru eins og Innocent hefur hér. En það er óskaplega ljúft að búa hér í Danmörku og auðveldara eins og staðan er núna. Því við eigum eins og hálfs árs gamla dóttur sem komst strax á leikskóla eins árs því í Danmörku eru nánast engir biðlistar á leikskóla. Yfirlýst markmið er að öll börn komist á leikskóla eins árs og við það er staðið.“ Birgitta segir það afar dýrmæta reynslu að fá að starfa í góðgerðarverkefni eins og hún er að vinna að sem fulltrúi Innocent. Það gengur út á að efla bændur þannig að þeir nái bæði að uppskera meira og fá meiri tekjur fyrir uppskeruna. Þá breiða þau út boðskap um hollustu fólinsýru kornsins, sem er mikilvægt fyrir bæði börn og óléttar konur. Gefandi góðgerðarstarf í Afríku Til viðbótar við að starfsfólki Innocent bjóðist mikið af námskeiðum til að efla sig og læra nýja hluti, er einnig hægt að sækja um að taka þátt í góðgerðarstarfi. „Allt frá því að Innocent var stofnað árið 1999 hefur það ánafnað 10% af hagnaði í góðgerðarmál. Þetta eru háar upphæðir sem gefið er í styrki á hverju ári. Um ein milljón evra í fyrra svo dæmi sé tekið. Sem er úthlutað í nokkur mismunandi verkefni,“ segir Birgitta. Vinsælt er hjá starfsfólki Innocent að sækja um að taka þátt í góðgerðarstarfinu. Sjóðurinn sem styrkir er rekinn sem sjálfstæður góðgerðarsjóður en starfsfólk Innocent telst vera fulltrúi fyrirtækisins með aðkomu sinni að verkefninu. „Þetta er rosalega vinsælt og að jafnaði þriggja ára bið að fá að komast að. Þannig að ég sótti um strax. Verkefnið sem ég hef síðan fengið að taka þátt í er í Afríku og er unnið með Empowering Farmers Foundation,“ segir Birgitta og skýrir verkefnið nánar út. ,,Við erum að vinna með bændum í Kenya að því að efla þá og gera þá sjálfstæðari. Sameina þá í teymi til að selja afurðir sínar til þess að þeir nái sem hópur að fá meiri tekjur fyrir uppskeruna sína. Markmiðið er auðvitað að gefa fólki tækifæri til að lifa betra lífi.“ Aðkoma Birgittu felst helst í sölu- og markaðsmálum en með henni starfar líka fulltrúi frá góðgerðarsjóðnum sjálfum. „Hans hlutverk er meira að fylgja því eftir að staðið sé við áætlanir og tryggja að styrkurinn sé notaður á þann hátt sem honum er ætlað.“ Birgitta segir verkefnið afar gefandi og lærdómsríkt. „Við erum til dæmis að gefa þeim fræ af kasjúhnetutréum frá Tansaníu því þau tré eru sögð gefa meiri uppskeru. Vonin er að með því að sá þessum fræjum á þessu svæði í Kenya verði uppskeran meiri og betri fyrir bændur, sem aftur leiðir til hærri innkomu fyrir þá.“ En þetta er ekki allt. Við erum líka sérstaklega að vinna með hirsi sem innifelur mikla fólinsýru. Sem er sérstaklega góð fyrir óléttar konur. Markaðsstrategían okkar felst þá í því að vekja athygli á því hversu næringaríkt þetta korn er og við beinum spjótunum sérstaklega að læknum og heilsugæslum. Því þetta korn er líka afar næringaríkt fyrir börn og þarna er mikil vannæring barna.“ Hún segir umhverfið í Kenya þó allt annað en þekkist í Evrópu. „Þarna eru engir snjallsímar eins og við þekkjum, eða samfélagsmiðlar. Þannig að stór hluti af okkar markaðsstarfi felst í að senda skilaboð með texta SMS-um. Mér finnst einmitt svo ótrúlega dýrmætt að kynnast þessu starfi og það sýnir manni svo vel hversu þakklát við getum verið fyrir lífið og allt sem við þekkjum hér eða teljum jafnvel sjálfsagt.“ En lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir ungt fólk sem langar að byggja upp starfsframa í útlöndum? „Ég myndi alveg mæla með því að sækja sér meistaranám erlendis. Því hér er til dæmis mikið um að fólk í námi getur fengið hlutastörf hjá stórfyrirtækjum, sambærilegt og almennt er talað um með internship störf. Öll slík reynsla er liður í því að byggja upp ferilskránna og því meira sem maður getur sett á hana, því líklegri er maður. Hér gengur líka allt út á LinkedIn þannig að maður þarf að passa vel að sá prófíll líti vel út. Og vera duglegur að byggja upp tengslanet eins og við höfum gert með Kötlu Nordic. Sækja viðburði hjá þeim fyrirtækjum sem maður er spenntur fyrir að starfa fyrir og taka þátt í félaggstörfum. Því þetta er auðvitað mikil samkeppni og því um að gera að vinna að starfsframanum með strategískum hætti.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Danmörk Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Þess á milli sendir hún pabba sínum flottar myndir af matvöruverslunum í útlöndum. Enda pabbi hennar framkvæmdastjóri Hagkaupa. Birgitta hefur verið búsett í Kaupmannahöfn frá því árið 2016 þegar hún fór þangað fyrst í meistaranám. Hún segir stefnuna vera þá að koma heim til Íslands á endanum. Sem stendur henti hins vegar betur að búa í Danmörku. Enda varla að biðlistar á leikskóla þekkist í Kaupmannahöfn. Við skulum forvitnast aðeins um starf Birgittu hjá Innocent. Matvöruverslanir og útlandaþrá Birgitta er fædd í Reykjavík árið 1992 og ólst upp í Grafarvogi til níu ára aldurs og síðan Fossvogi. Hún kláraði grunnskólann í Réttó, fór síðan í Versló og loks í viðskiptafræði með áherslu á fjármál í Háskóla Íslands. „Ég vissi alltaf að ég hefði áhuga á einhverju viðskiptatengdu. Enda pabbi starfandi í matvörugeiranum í þrjátíu ár. Og mér fannst alltaf svo gaman að vera með honum í búðunum. Að læra út á hvað þetta gengi allt saman. Til dæmis þegar Hagkaup opnaði í Spönginni í Grafarvogi. Staðsetningin á kælunum, hvað væri við hliðina á mjólkinni sem fengi fólk til að kaupa það og svo framvegis,“ segir Birgitta í léttum dúr þegar hún rifjar upp æskuna, en faðir hennar er Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa: „Mér finnst enn þá geggjað að skoða matvöruverslanir. Alltaf í útlöndum fer ég því að skoða þær sérstaklega. Og sendi pabba myndir!“ Birgitta fór líka í spennandi skiptinám á meðan hún var í skóla og var eitt sumar aupair. Í skiptinámið fór hún til Kaliforníu og New York og sem aupair starfaði hún eitt sumar á Ítalíu. „Það hefur líka alltaf blundað í mér ákveðin útlandaþrá. En þegar að því kom að ég stefndi á meistaranám var ég svolítið búin með Bandaríkin að mér fannst. Mig langaði til að fara í nám þar sem skriffinnskan og kerfið væri einfalt. Eins og er í Danmörku,“ segir Birgitta og útskýrir að allt í sambandi við Bandaríkin kalli til dæmis á að þú sækir um og ert síðan að bíða kannski í einhverja mánuði eftir að eitthvað gangi í gegn. Í Danmörku segir Birgitta að henni hafi strax tekist að aðlagast hratt og vel og þar sé sérstaklega auðvelt og þægilegt að komast inn í kerfið. Birgitta og Gunnar Þorlákur Þórsson eiga dótturina Ásdísi Ingu Gunnarsdóttur sem nú er um eins og hálfs árs. Þau stefna til Íslands í framtíðinni en það er auðveldara að vera með lítil börn í Kaupmannahöfn því þar er börnum lofað leikskólapláss þegar þau eru eins árs og við það er staðið. Námið og fyrsta starfið Í Kaupmannahöfn fór Birgitta í meistaranám í alþjóðlegri markaðsfræði og stjórnun í Copenhagen Business School, eða CBS eins og sá skóli er oftast kallaður. Fyrsta starfið hennar í Kaupmannahöfn var líka samhliða námi. Þá fór hún að vinna fyrir Gló sem þegar mest var, var rekið á fjórum stöðum í borginni. „Ég fór að vinna fyrir Gló strax þegar fyrsti staðurinn var að opna. Þannig að ég var að vinna með eigendum að undirbúningnum, að ráða starfsfólk og fleira. Enda einn af fyrstu starfsmönnum Gló í Danmörku sjálf. Á Gló vann ég í þrjú ár og endaði þar sem rekstrarstjóri og vörumerkjastjóri. Þetta var ótrúlega dýrmæt reynsla.“ Á þessum sömu árum var félagið KATLA Nordic stofnað en KATLA Nordic er félag fyrir ungar íslenskar athafnakonur á Norðurlöndunum. Flestar þeirra sem eru í félaginu, starfa í Danmörku en Birgitta var ein af stofnendum félagsins og sat þar um tíma í stjórn. Í febrúar árið 2020 fékk hún síðan starf sem vörumerkjastjóri hjá Innocent, en Innocent er í eigu Coca Cola en rekið sem sjálfstætt félag. „Það er rosalega mikið sem maður lærir af því að vinna í svona stóru alþjóðafyrirtæki því þótt Innocent sé rekið sjálfstætt lærir maður fljótt að hér eru margir flottir ferlar og vinnubrögð sem koma í raun frá því stóra fyrirtæki sem Coca Cola er.“ Um 400 manns sóttu um starfið hjá Innocent en þar fékk Birgitta strax tækifæri til að starfa nokkuð sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi. „Þar skipti sköpum að ég er með svo frábæran yfirmann. Konu sem hefur leyft mér að prófa nýja hluti,“ segir Birgitta en bætir við: Ég hef líka alltaf lagt áherslu á að læra nýja hluti. Á vegum fyrirtækisins er mikið af innanhúsnámskeiðum fyrir starfsmenn og þau hef ég stundað af kappi. Til dæmis hef ég farið á námskeið í samningatækni, hvernig maður heldur góðar glærukynningar á TEAMS og eitt prógrammið sem ég fór í var leiðtogahæfni sem var námskeið sem stóð yfir í eitt ár og miðaði við eina lotu á mánuði.“ Um fjögurhundruð manns sóttu um starfið sem Birgitta fékk á sínum tíma hjá Innocent en hún mælir með því að fólk vinni strategískt að ferilskránni sinni og Linkdin prófíl til þess að komast að hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þriggja ára biðlisti er eftir því hjá starfsfólki Innocent að fá að starfa sem fulltrúar í góðgerðarverkefnum og sótti Birgitta strax um að komast að í slíku verkefni. Sem hún fékk og vinnur núna að verkefni sem hlaut styrk í Kenya í Afríku. Gaman að geta stundum talað íslensku í vinnunni Fljótlega eftir að Birgitta hóf störf hjá Innocent bauðst henni að sjá einnig um íslenska markaðinn. Sem henni finnst mjög gaman að geta gert. „Mér finnst rosalega gaman að vera í vinnunni og senda tölvupóst á íslensku eða taka einn og einn fund á Teams með íslenskum samstarfsaðilum og viðskiptavinum,“ en það er fyrirtækið ÓJK-ÍSAM sem er innflutningsaðili Innocent á Íslandi. Birgitta segir starfið skemmtilegt og krefjandi en í Danmörku er Innocent drykkurinn með sérstaklega stóra markaðshlutdeild í djús- og smoothies geiranum. Því Innocent er hreinlega sölumesti drykkur sinnar tegundar þar. Sérðu fyrir þér að starfsframinn verði áfram úti? Nei, reyndar er stefnan að koma heim og þar sæi ég helst fyrir mér að vilja vinna hjá stóru fyrirtæki sem hefði þessa alþjóðlegu nærveru eins og Innocent hefur hér. En það er óskaplega ljúft að búa hér í Danmörku og auðveldara eins og staðan er núna. Því við eigum eins og hálfs árs gamla dóttur sem komst strax á leikskóla eins árs því í Danmörku eru nánast engir biðlistar á leikskóla. Yfirlýst markmið er að öll börn komist á leikskóla eins árs og við það er staðið.“ Birgitta segir það afar dýrmæta reynslu að fá að starfa í góðgerðarverkefni eins og hún er að vinna að sem fulltrúi Innocent. Það gengur út á að efla bændur þannig að þeir nái bæði að uppskera meira og fá meiri tekjur fyrir uppskeruna. Þá breiða þau út boðskap um hollustu fólinsýru kornsins, sem er mikilvægt fyrir bæði börn og óléttar konur. Gefandi góðgerðarstarf í Afríku Til viðbótar við að starfsfólki Innocent bjóðist mikið af námskeiðum til að efla sig og læra nýja hluti, er einnig hægt að sækja um að taka þátt í góðgerðarstarfi. „Allt frá því að Innocent var stofnað árið 1999 hefur það ánafnað 10% af hagnaði í góðgerðarmál. Þetta eru háar upphæðir sem gefið er í styrki á hverju ári. Um ein milljón evra í fyrra svo dæmi sé tekið. Sem er úthlutað í nokkur mismunandi verkefni,“ segir Birgitta. Vinsælt er hjá starfsfólki Innocent að sækja um að taka þátt í góðgerðarstarfinu. Sjóðurinn sem styrkir er rekinn sem sjálfstæður góðgerðarsjóður en starfsfólk Innocent telst vera fulltrúi fyrirtækisins með aðkomu sinni að verkefninu. „Þetta er rosalega vinsælt og að jafnaði þriggja ára bið að fá að komast að. Þannig að ég sótti um strax. Verkefnið sem ég hef síðan fengið að taka þátt í er í Afríku og er unnið með Empowering Farmers Foundation,“ segir Birgitta og skýrir verkefnið nánar út. ,,Við erum að vinna með bændum í Kenya að því að efla þá og gera þá sjálfstæðari. Sameina þá í teymi til að selja afurðir sínar til þess að þeir nái sem hópur að fá meiri tekjur fyrir uppskeruna sína. Markmiðið er auðvitað að gefa fólki tækifæri til að lifa betra lífi.“ Aðkoma Birgittu felst helst í sölu- og markaðsmálum en með henni starfar líka fulltrúi frá góðgerðarsjóðnum sjálfum. „Hans hlutverk er meira að fylgja því eftir að staðið sé við áætlanir og tryggja að styrkurinn sé notaður á þann hátt sem honum er ætlað.“ Birgitta segir verkefnið afar gefandi og lærdómsríkt. „Við erum til dæmis að gefa þeim fræ af kasjúhnetutréum frá Tansaníu því þau tré eru sögð gefa meiri uppskeru. Vonin er að með því að sá þessum fræjum á þessu svæði í Kenya verði uppskeran meiri og betri fyrir bændur, sem aftur leiðir til hærri innkomu fyrir þá.“ En þetta er ekki allt. Við erum líka sérstaklega að vinna með hirsi sem innifelur mikla fólinsýru. Sem er sérstaklega góð fyrir óléttar konur. Markaðsstrategían okkar felst þá í því að vekja athygli á því hversu næringaríkt þetta korn er og við beinum spjótunum sérstaklega að læknum og heilsugæslum. Því þetta korn er líka afar næringaríkt fyrir börn og þarna er mikil vannæring barna.“ Hún segir umhverfið í Kenya þó allt annað en þekkist í Evrópu. „Þarna eru engir snjallsímar eins og við þekkjum, eða samfélagsmiðlar. Þannig að stór hluti af okkar markaðsstarfi felst í að senda skilaboð með texta SMS-um. Mér finnst einmitt svo ótrúlega dýrmætt að kynnast þessu starfi og það sýnir manni svo vel hversu þakklát við getum verið fyrir lífið og allt sem við þekkjum hér eða teljum jafnvel sjálfsagt.“ En lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir ungt fólk sem langar að byggja upp starfsframa í útlöndum? „Ég myndi alveg mæla með því að sækja sér meistaranám erlendis. Því hér er til dæmis mikið um að fólk í námi getur fengið hlutastörf hjá stórfyrirtækjum, sambærilegt og almennt er talað um með internship störf. Öll slík reynsla er liður í því að byggja upp ferilskránna og því meira sem maður getur sett á hana, því líklegri er maður. Hér gengur líka allt út á LinkedIn þannig að maður þarf að passa vel að sá prófíll líti vel út. Og vera duglegur að byggja upp tengslanet eins og við höfum gert með Kötlu Nordic. Sækja viðburði hjá þeim fyrirtækjum sem maður er spenntur fyrir að starfa fyrir og taka þátt í félaggstörfum. Því þetta er auðvitað mikil samkeppni og því um að gera að vinna að starfsframanum með strategískum hætti.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Danmörk Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00