Helvítisgjáin í Garðabænum! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:01 Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar