Íslenski boltinn

Sigurður Bjartur sá um HK í Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ægir Jarl Jónasson og Sigurður Bjartur Hallsson voru báðir á skotskónum í dag.
Ægir Jarl Jónasson og Sigurður Bjartur Hallsson voru báðir á skotskónum í dag. Vísir/Hulda Margrét

KR tók á móti HK í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í dag. Fór það svo að heimamenn unnu öruggan 6-1 sigur á gestunum sem eru nýliðar í Bestu deild karla á komandi tímabili.

KR byrjaði leikinn af krafti og kom Ægir Jarl Jónasson heimamönnum yfir á 8. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleik hafði Theodór Elmar Bjarnason tvöfaldað forystuna og var staðan 2-0 í hálfleik.

Brynjar Snær Pálsson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks. Sigurður Bjartur Hallsson hafði hins vegar komið inn af bekknum hjá KR í hálfleik og hann gerði út um leikinn með þremur mörkum á rétt rúmum tuttugu mínútna kafla.

Það var svo Aron Þórður Albertsson sem skreytti kökuna með sjötta marki KR á 76. mínútu. Lokatölur í Vesturbænum 6-1 KR í vil.

KR, sem tapaði fyrir Val í fyrstu umferð, er því með 3 stig að loknum 2 leikjum líkt og HK sem vann Grindavík örugglega í fyrstu umferð riðilsins.

Stöðuna í riðlinum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×