Real vaknaði undir lokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2023 22:15 Leikmenn Real fagna öðru marka sinna í kvöld. EPA-EFE/Jesus Diges Real Madríd vann Osasuna 2-0 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Mörkin komu seint í síðari hálfleik. Meistararnir frá Madríd eru í eltingaleik við Barcelona sem trónir á toppi deildarinnar um þessar mundir. Í hálfleik virtist sem bilið á milli liðanna yrði enn lengra en þá var staðan enn markalaus. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem Federico Valverde kom Real Madríd yfir eftir sendingu frá Vinicius Junior. Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma hélt Vini Jr. að hann hefði komið Real í 2-0 en markið var dæmt af vegna rangstöðu. win for Real Madrid pic.twitter.com/tfiEELtCUh— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Varamaðurinn Marco Asensio kom hins vegar gestunum 2-0 yfir í uppbótartíma og þar við sat, reyndust það lokatölur leiksins. Real er sem stendur í 2. sæti með 51 stig að loknum 22 leikjum á meðan Barcelona er á toppnum með 56 stig eftir að hafa leikið aðeins 21 leik. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madríd vann Osasuna 2-0 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Mörkin komu seint í síðari hálfleik. Meistararnir frá Madríd eru í eltingaleik við Barcelona sem trónir á toppi deildarinnar um þessar mundir. Í hálfleik virtist sem bilið á milli liðanna yrði enn lengra en þá var staðan enn markalaus. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem Federico Valverde kom Real Madríd yfir eftir sendingu frá Vinicius Junior. Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma hélt Vini Jr. að hann hefði komið Real í 2-0 en markið var dæmt af vegna rangstöðu. win for Real Madrid pic.twitter.com/tfiEELtCUh— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Varamaðurinn Marco Asensio kom hins vegar gestunum 2-0 yfir í uppbótartíma og þar við sat, reyndust það lokatölur leiksins. Real er sem stendur í 2. sæti með 51 stig að loknum 22 leikjum á meðan Barcelona er á toppnum með 56 stig eftir að hafa leikið aðeins 21 leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti