Villuráfandi ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson skrifar 17. febrúar 2023 12:01 Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar