80 milljarðar króna: Eftirspurn ræður magni seðla og myntar í umferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2023 07:15 Árið 2019 sögðust 86 prósent svarenda Gallup-könnunar stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu. Vísir/Vilhelm Það er eftirspurn frá viðskiptabönkunum og sparisjóðum sem ræður því hversu mikið magn seðla og smápeninga er í umferð hverju sinni og sú eftirspurn ræðst af eftirspurn frá viðskiptavinum. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands, í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Seðlabankinn greindi frá því á dögunum að fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra væru komnir í umferð en um væri að ræða nýja tíu þúsund krónu seðla. Um það bil 50 milljarðar króna væru í umferð af tíu þúsund króna seðlum og 80 milljarðar allt í allt. Á vef Seðlabankans, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika, má finna upplýsingar um seðla og mynt í umferð. Þar segir að í lok janúar hafi 48,8 milljarðar verið í umferð af tíu þúsund króna seðlum, 17,3 milljarðar af fimm þúsund króna seðlum, 6,9 milljarðar af þúsund króna seðlum og 1,7 milljarður af fimm hundruð króna seðlum. Aðeins 209 milljónir eru í umferð af tvö þúsund króna seðlinum, sem hefur ekki verið prentaður nýlega en er enn í fullu gildi. Af myntum eru 2,9 milljarðar í umferð af hundrað krónu mynt, 757 milljónir af fimmtíu krónu mynt, 623 milljónir af tíu krónu mynt, 132 milljónir af fimm krónu mynt og 121 milljón af krónumynt. Seðlabanki Íslands Nýr seðill eða ný mynt ekki á teikniborðinu Þegar rætt er um peninga í umferð er átt við þá peninga sem eru að ganga manna á milli í samfélaginu. Bankarnir eiga eitthvað í svokölluðum nætursjóðum og er þá um að ræða peninga í geymslum bankanna og hraðbönkum. Í lok árs 2021 var nætursjóður innlánsstofnana 7,7 milljarðar en að sögn Stefáns er aldrei gefið upp hversu mikið magn seðla og myntar liggur hjá Seðlabankanum, meðal annars af öryggisástæðum. Nokkuð magn seðla og myntar fellur úr notkun á ári hverju en fyrir utan smáaurinn sem týnist á milli sófasessana eyddi Seðlabankinn til að mynda 1,9 milljónum ónothæfra seðla árið 2021. Árið 2020 far 2,9 milljónum seðla fargað. Engar reglur gilda um lágmarksmagn seðla og mynta í umferð, heldur ræðst það eins og fyrr segir af eftirspurn. Hún hefur dregist saman en vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fara fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. Tíu þúsund króna seðillinn er nýjasti seðillinn í umferð en hann var fyrst prentaður árið 2013. Stefán segir engar hugmyndir uppi um að taka nýjan seðil eða mynt í notkun. Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur. Seðlabankinn Tengdar fréttir Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands, í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Seðlabankinn greindi frá því á dögunum að fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra væru komnir í umferð en um væri að ræða nýja tíu þúsund krónu seðla. Um það bil 50 milljarðar króna væru í umferð af tíu þúsund króna seðlum og 80 milljarðar allt í allt. Á vef Seðlabankans, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika, má finna upplýsingar um seðla og mynt í umferð. Þar segir að í lok janúar hafi 48,8 milljarðar verið í umferð af tíu þúsund króna seðlum, 17,3 milljarðar af fimm þúsund króna seðlum, 6,9 milljarðar af þúsund króna seðlum og 1,7 milljarður af fimm hundruð króna seðlum. Aðeins 209 milljónir eru í umferð af tvö þúsund króna seðlinum, sem hefur ekki verið prentaður nýlega en er enn í fullu gildi. Af myntum eru 2,9 milljarðar í umferð af hundrað krónu mynt, 757 milljónir af fimmtíu krónu mynt, 623 milljónir af tíu krónu mynt, 132 milljónir af fimm krónu mynt og 121 milljón af krónumynt. Seðlabanki Íslands Nýr seðill eða ný mynt ekki á teikniborðinu Þegar rætt er um peninga í umferð er átt við þá peninga sem eru að ganga manna á milli í samfélaginu. Bankarnir eiga eitthvað í svokölluðum nætursjóðum og er þá um að ræða peninga í geymslum bankanna og hraðbönkum. Í lok árs 2021 var nætursjóður innlánsstofnana 7,7 milljarðar en að sögn Stefáns er aldrei gefið upp hversu mikið magn seðla og myntar liggur hjá Seðlabankanum, meðal annars af öryggisástæðum. Nokkuð magn seðla og myntar fellur úr notkun á ári hverju en fyrir utan smáaurinn sem týnist á milli sófasessana eyddi Seðlabankinn til að mynda 1,9 milljónum ónothæfra seðla árið 2021. Árið 2020 far 2,9 milljónum seðla fargað. Engar reglur gilda um lágmarksmagn seðla og mynta í umferð, heldur ræðst það eins og fyrr segir af eftirspurn. Hún hefur dregist saman en vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fara fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. Tíu þúsund króna seðillinn er nýjasti seðillinn í umferð en hann var fyrst prentaður árið 2013. Stefán segir engar hugmyndir uppi um að taka nýjan seðil eða mynt í notkun. Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur.
Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02