Húskarlar fara hamförum Inga Lind Karlsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:00 Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg. Sjóðheitt dæmi um þetta hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga, eftir að kolsvört skýrsla ríkisendurskoðunar var birt sem innihélt metfjölda athugasemda við sjókvíaeldi og olli mörgum, m.a. formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áfalli, uppnámi og reiði. Sjálfri dettur mér ekki í hug að munnhöggvast við íslenska húskarla norsku laxeldisrisanna sem eru raunverulegir eigendur sjókvíanna í íslensku fjörðunum. Ég er nefnilega meira fyrir það að fara í boltann, sjáið nú til, og vil halda hér til haga nokkrum mikilvægum staðreyndum. Fyrst fögnuðu húskarlarnir skýrslunni og létu eins og iðnaðurinn hefði jú einmitt áður bent á ýmsa vankanta í umgjörðinni. Þessi viðbrögð komu fram þrátt fyrir að hinar alvarlegu brotalamir eru flestar til staðar einmitt vegna þrýstings frá sjókvíeldisfyrirtækjunum sjálfum. Norðmennirnir hafa ekki einasta komið sínu fólki (húskörlunum) að borðinu við gerð laga og reglna um starfsemina heldur líka markvisst komið sér undan því að greiða til ríkisins þá fjármuni sem þarf til að standa undir kostnaði við stjórnsýslu, eftirlit og umhverfisvöktun vegna sjókvíaeldis með lax, svo ekki sé minnst á að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum í eigu þjóðarinnar. Látum hann neita því Daginn eftir hinn pr-drifna fögnuð voru húskarlarnir greinilega loksins búnir að stauta sig almennilega í gegnum skýrsluna og sjá að þar átti allt við rök að styðjast. Engu virtist vera hægt að svara efnislega. Voru nú góð ráð dýr og ekkert eftir í stöðunni nema að fara í manninn. Ríkisendurskoðanda! Nú skyldi hann rúinn trausti. Fyrir utan ógeðfellda aðferðina, þótti mér sérstaklega sorglegt að sjá fólk sem situr á Alþingi taka þátt í dylgjum í garð ríkisendurskoðanda með því að halda því fram að hann „hefði mikla hags¬muni af um-hverfi laxveiði“. Byrjum á því að taka þetta bókstaflega. Hverjir eiga þessir meintu hagsmunir að vera? Nú vill svo til að þær upplýsingar eru aðgengilegar í opinberum gögnum. Þar kemur fram að ríkisendurskoðandi og eiginkona hans eiga í jörð sem um rennur á. Í þessari á hafa að meðaltali veiðst 46 laxar á ári undanfarin ár. Veiðileyfin eru ekki seld á almennum markaði og reyndar er þetta vatnsfall nánast óþekkt meðal áhugafólks um laxveiði. Fjárhagslegu hagsmunirnir eru sem sagt engir. Allt eru þetta tilraunir til að afvegaleiða umræðu um sjálf efnisatriði vandaðrar skýrslu ríkisendurskoðunar: að ekki stendur steinn yfir steini í þeirri umgjörð sem stjórnvöld báru ábyrgð á að skapa sjókvíaeldi með laxi. Hitt segir svo sína sögu að þau sem hafa dylgjað um meinta hagsmuni ríkisendurskoðanda virðast ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum ásökunum. Ef ríkisendurskoðandi hefur raunverulega hagsmuni, eins og húskarlarnir vilja meina, þá felst í því viðurkenning af þeirra hálfu á því að iðnaðurinn er skaðlegur villta laxastofninum. Hingað til hefur þetta fólk gert lítið úr þeirri staðreynd. Gígantískur aðstöðumunur Áfram héldu þeir svo. Nú skyldi ráðast á Íslenska náttúruverndarsjóðinn (Icelandic Wildlife Fund) og gera starfsemi hans tortryggilega. IWF hefur gagnrýnt sjókvíaeldi í áraraðir ásamt mörgum öðrum náttúruverndarsamtökum víða um heim. Aðstöðumunurinn í þeirri baráttu er gígantískur. Í nýjasta ársreikningi IWF kemur fram að tekjurnar árið 2021 voru 13,5 milljónir. Þær saman standa af frjálsum framlögum tuga einstaklinga og fyrirtækja og allar upplýsingar eru aðgengilegar á þeim opinberu stöðum sem þær eiga að vera. Húskarlarnir (sumt stjórnmálafólk þar með talið) eru hins vegar fulltrúar sjókvíaeldisfélaganna en norsk móðurfélög þeirra eru svo stór og rík að samanlagður íslenskur sjávarútvegur er eins og peð við hliðina á þeim. Þessir risar hafa svo liðsstyrk í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem er ríkustu og öflugustu hagsmunagæslusamtök landsins. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að fjórtán af sextán rekstrarleyfum sjókvíaeldis eru á hendi félaga undir yfirráðum þriggja norskra fyrirtækja. Með öllu óskiljanlegt er að SFS hafi ákveðið að gera málstað þessara norsku sjókvíaeldisrisa að sínum. Fyrir þá eru allt aðrir hagsmunir í húfi en vernd íslenskrar náttúru og lífríkis. Baráttan snýst um þetta Ég er stolt af því að vera í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og hafa, ásamt baráttusystkinum um allt land, náð að rugga þeim skuggalega báti sem liðast um íslenska firði með eyðingarmátt og íslenska húskarla við stýrið. Gleymum því aldrei að um þetta snýst þessi barátta fyrst og síðast: að forða umhverfi og lífríki landsins okkar frá skaða. Og þangað sækjum við kraft sem engir peningar heimsins duga til að vega á móti. Verkefnið núna er að gæta þess að ekki fenni yfir umrædda skýrslu. Aðgerða er þörf. Baráttan er alls ekki búin, norsku sjókvíarnar eru allar hér enn og ekki minna skaðlegar en áður. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrverndarsjóðnum (og hefur akkúrat enga fjárhagslega hagsmuni í þessu máli). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg. Sjóðheitt dæmi um þetta hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga, eftir að kolsvört skýrsla ríkisendurskoðunar var birt sem innihélt metfjölda athugasemda við sjókvíaeldi og olli mörgum, m.a. formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áfalli, uppnámi og reiði. Sjálfri dettur mér ekki í hug að munnhöggvast við íslenska húskarla norsku laxeldisrisanna sem eru raunverulegir eigendur sjókvíanna í íslensku fjörðunum. Ég er nefnilega meira fyrir það að fara í boltann, sjáið nú til, og vil halda hér til haga nokkrum mikilvægum staðreyndum. Fyrst fögnuðu húskarlarnir skýrslunni og létu eins og iðnaðurinn hefði jú einmitt áður bent á ýmsa vankanta í umgjörðinni. Þessi viðbrögð komu fram þrátt fyrir að hinar alvarlegu brotalamir eru flestar til staðar einmitt vegna þrýstings frá sjókvíeldisfyrirtækjunum sjálfum. Norðmennirnir hafa ekki einasta komið sínu fólki (húskörlunum) að borðinu við gerð laga og reglna um starfsemina heldur líka markvisst komið sér undan því að greiða til ríkisins þá fjármuni sem þarf til að standa undir kostnaði við stjórnsýslu, eftirlit og umhverfisvöktun vegna sjókvíaeldis með lax, svo ekki sé minnst á að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum í eigu þjóðarinnar. Látum hann neita því Daginn eftir hinn pr-drifna fögnuð voru húskarlarnir greinilega loksins búnir að stauta sig almennilega í gegnum skýrsluna og sjá að þar átti allt við rök að styðjast. Engu virtist vera hægt að svara efnislega. Voru nú góð ráð dýr og ekkert eftir í stöðunni nema að fara í manninn. Ríkisendurskoðanda! Nú skyldi hann rúinn trausti. Fyrir utan ógeðfellda aðferðina, þótti mér sérstaklega sorglegt að sjá fólk sem situr á Alþingi taka þátt í dylgjum í garð ríkisendurskoðanda með því að halda því fram að hann „hefði mikla hags¬muni af um-hverfi laxveiði“. Byrjum á því að taka þetta bókstaflega. Hverjir eiga þessir meintu hagsmunir að vera? Nú vill svo til að þær upplýsingar eru aðgengilegar í opinberum gögnum. Þar kemur fram að ríkisendurskoðandi og eiginkona hans eiga í jörð sem um rennur á. Í þessari á hafa að meðaltali veiðst 46 laxar á ári undanfarin ár. Veiðileyfin eru ekki seld á almennum markaði og reyndar er þetta vatnsfall nánast óþekkt meðal áhugafólks um laxveiði. Fjárhagslegu hagsmunirnir eru sem sagt engir. Allt eru þetta tilraunir til að afvegaleiða umræðu um sjálf efnisatriði vandaðrar skýrslu ríkisendurskoðunar: að ekki stendur steinn yfir steini í þeirri umgjörð sem stjórnvöld báru ábyrgð á að skapa sjókvíaeldi með laxi. Hitt segir svo sína sögu að þau sem hafa dylgjað um meinta hagsmuni ríkisendurskoðanda virðast ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum ásökunum. Ef ríkisendurskoðandi hefur raunverulega hagsmuni, eins og húskarlarnir vilja meina, þá felst í því viðurkenning af þeirra hálfu á því að iðnaðurinn er skaðlegur villta laxastofninum. Hingað til hefur þetta fólk gert lítið úr þeirri staðreynd. Gígantískur aðstöðumunur Áfram héldu þeir svo. Nú skyldi ráðast á Íslenska náttúruverndarsjóðinn (Icelandic Wildlife Fund) og gera starfsemi hans tortryggilega. IWF hefur gagnrýnt sjókvíaeldi í áraraðir ásamt mörgum öðrum náttúruverndarsamtökum víða um heim. Aðstöðumunurinn í þeirri baráttu er gígantískur. Í nýjasta ársreikningi IWF kemur fram að tekjurnar árið 2021 voru 13,5 milljónir. Þær saman standa af frjálsum framlögum tuga einstaklinga og fyrirtækja og allar upplýsingar eru aðgengilegar á þeim opinberu stöðum sem þær eiga að vera. Húskarlarnir (sumt stjórnmálafólk þar með talið) eru hins vegar fulltrúar sjókvíaeldisfélaganna en norsk móðurfélög þeirra eru svo stór og rík að samanlagður íslenskur sjávarútvegur er eins og peð við hliðina á þeim. Þessir risar hafa svo liðsstyrk í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem er ríkustu og öflugustu hagsmunagæslusamtök landsins. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að fjórtán af sextán rekstrarleyfum sjókvíaeldis eru á hendi félaga undir yfirráðum þriggja norskra fyrirtækja. Með öllu óskiljanlegt er að SFS hafi ákveðið að gera málstað þessara norsku sjókvíaeldisrisa að sínum. Fyrir þá eru allt aðrir hagsmunir í húfi en vernd íslenskrar náttúru og lífríkis. Baráttan snýst um þetta Ég er stolt af því að vera í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og hafa, ásamt baráttusystkinum um allt land, náð að rugga þeim skuggalega báti sem liðast um íslenska firði með eyðingarmátt og íslenska húskarla við stýrið. Gleymum því aldrei að um þetta snýst þessi barátta fyrst og síðast: að forða umhverfi og lífríki landsins okkar frá skaða. Og þangað sækjum við kraft sem engir peningar heimsins duga til að vega á móti. Verkefnið núna er að gæta þess að ekki fenni yfir umrædda skýrslu. Aðgerða er þörf. Baráttan er alls ekki búin, norsku sjókvíarnar eru allar hér enn og ekki minna skaðlegar en áður. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrverndarsjóðnum (og hefur akkúrat enga fjárhagslega hagsmuni í þessu máli).
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun