Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Árni Jóhansson skrifar 16. febrúar 2023 22:21 Kristófer Acox að setja tvö af 24 stigum sínum í kvöld. Hann átti stórleik. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik