Íslenski boltinn

Víkingur hafði betur gegn Stjörnunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingar unnu góðan sigur í kvöld.
Víkingar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego

Víkingur vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í riðli þrjú í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld.

Það var Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum í Víkingi yfir með marki strax á þriðju mínútu og staðan var enn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna snemma í síðari hálfleik, en Helgi Guðjónsson tryggði Víkingum sigurinn þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Þrátt fyrir að ekki hafi fleiri mörk verið skoruð var nóg um að vera undir lok leiks því Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk að líta beint rautt spjald á fjórðu mínútu uppbótartíma áður en Björn Berg Bryde, sem hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu, fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á áttundu mínútu uppbótartíma.

Eft­ir sig­ur­inn er Vík­ing­ur með sex stig á toppi riðils .rjú Stjarn­an er í öðru sæti með 3 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×