Brenndu banka i Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 15:33 Frá mótælunum í Beirút í morgun. EPA/WAEL HAMZEH Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð. Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt. Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt.
Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52
Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42