Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 18:00 Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn. Getty/Axelle Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54