Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 18:00 Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn. Getty/Axelle Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54