Sport

Sjáðu fyrstu íslensku Super Bowl auglýsinguna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Baldur Kristjánsson framleiddi og lék í fyrstu íslensku Super Bowl auglýsingunni.
Baldur Kristjánsson framleiddi og lék í fyrstu íslensku Super Bowl auglýsingunni.

Einn af skemmtilegustu siðunum í kringum Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, eru auglýsingarnar.

Mikil vinna er lögð í gerð auglýsinga sem eru sýndar í kringum Super Bowl enda er áhorfið gríðarlega mikið og auglýsingaplássið kostar sitt.

Baldur Kristjánsson hefur venjulega birt skemmtilegar ljósmyndir í kringum Super Bowl en í ár tók hann skref fram á við og gerði fyrstu íslensku Super Bowl auglýsinguna.

Klippa: Fyrsta íslenska Super Bowl auglýsingin

Valinn maður var í hverju rúmi við gerð auglýsingarinnar. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari talsetti hana, Kristján Sturla Bjarnason gerði tónlistina og Sóli Hólm lagði einnig heldur betur sitt að mörkum.

„Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Baldur þegar hann kynnti auglýsinguna.

Hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×