Sport

Þriðja mesta áhorfið í sögu Super Bowl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes fagnar sigri í leikslok. Hann er NFL-meistari í annað skiptið.
Patrick Mahomes fagnar sigri í leikslok. Hann er NFL-meistari í annað skiptið. AP/Abbie Parr

Kansas City Chiefs varð NFL-meistari eftir 38-35 sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl á sunnudagskvöldið en leikurinn var enn ein sönnun á vinsældum stærsta íþróttakappleiksins í Bandaríkjunum.

Samkvæmt fyrstu tölum um áhorf þá skipar þessi nýjasti Super Bowl leikur sér í þriðja sætið á meðal þess sjónvarpsefnis sem hefur fengið mesta áhorf í sögu bandarísk sjónvarps.

Talið er að 113 milljónir manna hafi horft á leikinn í Bandaríkjunum einum. Leikurinn var frábær skemmtun, mikið skorað og bauð upp á endurkomu Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs.

Það eru bara tveir sjónvarpsviðburðir með meira áhorf í sögunni og það eru bæði Super Bowl leikir með Tom Brady.

Mesta áhorf sögunnar var á leik New England Patriots og Seattle Seahawks árið 2015 eða 114,4 milljónir en 113,6 milljónir horfðu á leik Atlanta Falcons og New England Patriots árið 2017.

Áhorfið í ár er ágætis aukning frá árinu áður þegar 112,3 milljónir manna horfðu á leik Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals.

Hálfleikstónleikar Rhianna fengu enn meira áhorf en leikurinn sjálfur en 118,7 milljónir horfðu á þá en það er bara hálfleikstónleikar Katy Perry frá 2015 sem hafa fengið meira áhorf í tengslum við Super Bowl.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×