„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leik Vals gegn Benidorm í Evrópudeildinni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira