Fyrsti sigur Liverpool á árinu kom í borgarslagnum 13. febrúar 2023 21:55 Cody Gakpo skoraði annað mark Liverpool í kvöld. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir að hafa byrjað árið á þremur töpum og einu jafntefli náði Liverpool loksins í þrjú stig er liðið tók á móti Everton í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið. Bæði lið hafa verið í basli á tímabilinu og verið langt frá því að standast undir væntingum. Liverpool sat í tíunda sæti deildarinnar fyrr leik kvöldsins og nágrannar þeirra í Everton í því átjánda. Það hefur því verið mikill léttir fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar Mohamed Salah kom liðinu í forystu eftir stoðsendingu frá Darwin Nunez á 36. mínútu og sá til þess að staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Hollendingurinn Cody Gakpo sem tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan 2-0 sigur Liverpool og liðið situr nú í níunda sæti með 32 stig eftir 21 leik, níu stigum frá Meistaradeildarsæti. Everton situr hins vegar sem fastast í 18. sæti með 18 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Enski boltinn
Eftir að hafa byrjað árið á þremur töpum og einu jafntefli náði Liverpool loksins í þrjú stig er liðið tók á móti Everton í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið. Bæði lið hafa verið í basli á tímabilinu og verið langt frá því að standast undir væntingum. Liverpool sat í tíunda sæti deildarinnar fyrr leik kvöldsins og nágrannar þeirra í Everton í því átjánda. Það hefur því verið mikill léttir fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar Mohamed Salah kom liðinu í forystu eftir stoðsendingu frá Darwin Nunez á 36. mínútu og sá til þess að staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Hollendingurinn Cody Gakpo sem tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan 2-0 sigur Liverpool og liðið situr nú í níunda sæti með 32 stig eftir 21 leik, níu stigum frá Meistaradeildarsæti. Everton situr hins vegar sem fastast í 18. sæti með 18 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti