Erlent

Segja dular­fullt and­lát átta ára barns hræði­legt slys

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Barnið fannst meðvitundarlaust á hótelinu áður en það var flutt á sjúkrahúsið þar sem það var úrskurðað látið.
Barnið fannst meðvitundarlaust á hótelinu áður en það var flutt á sjúkrahúsið þar sem það var úrskurðað látið. Getty/Pita Simpson

Átta ára gamalt barn búsett í Sydney í Ástralíu lést á Fídjí á fimmtudag í kjölfar þess að það fannst meðvitundarlaust í gróðurbeði í hótelgarði. Lögregla segir að um sé að ræða hræðilegt slys. 

Barnið var í fríi með fjölskyldunni sinni á Club Wyndham Denerau Island hótelinu á vesturströnd stærstu eyju Fídjí. Barnið fannst af öðrum gesti á hótelsvæðinu og var síðar úrskurðað látið á sjúkrahúsi í Nadi. 

Lögregla hefur ekki viljað greina frá þjóðerni barnsins en hefur sagt frá því að fjölskylda þess sé búsett í Sydney í Ástralíu. Rannsókn er enn ólokið að sögn lögreglu. 

Talsmaður hótelsins sagði að barnið hafi látist í „hræðilegu slysi“ samkvæmt frétt Guardian en vildi ekki greina frá því hvernig andlátið bar að. 

„Við höfum vottað fjölskyldunni samúð og hugur okkar er hjá þeim um þessar mundir,“ sagði talsmaðurinn. „Stjórnendateymi okkar rannsakar nú atvikið og við sýnum lögreglu fullan samstarfsvilja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×