Erlent

Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hluturinn fljúgandi var skotinn niður af Bandaríkjaherf fyrir skömmu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hluturinn fljúgandi var skotinn niður af Bandaríkjaherf fyrir skömmu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku.  

Kanadísk yfirvöld leita enn hlutarins sem skotinn var niður í gær, 11. febrúar, en til stendur að rannsaka hann nánar. 

Ríkisstjóri Michigan Gretchen Whitmer staðfestir að hluturinn hafi verið skotinn niður yfir stöðuvatninu.  Skömmu áður hafði öldungadeildarþingkona frá Michigan, Elissa Slotkin, greint frá því á Twitter að herinn væri að fylgjast grannt með hlutnum. 

„Ég greini frá því með ánægju að þetta hefur verið skotið niður í snatri og örugglega,“ skrifar Whitnmer á Twitter.  

Fyrr í dag höfðu stjórnvöld í Bandaríkjunum lokað fyrir flugumferð á stóru svæði yfir Michigan-vatni. Því flugbanni var hins vegar aflétt síðar án frekari skýringa. 

Bandarísk yfirvöld hafa talið að hlutirnir sem skotnir voru niður í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa haldið því fram að um sé að ræða „kínverska njósnabelgi“. Kínversk yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum.


Tengdar fréttir

Saka Kín­verja um lygar sem vísa á­sökunum á bug

Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja.

Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada

Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×