Svissneskur sigur í bruni karla og franskt gull í skíðaskotfimi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:46 Svissneska liðið fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Marco Odermatt fór með sigur af hólmi í bruni karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Frakklandi. Þá vann Julia Simon sigur í eltigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi. Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag. Skíðaíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira