Innlent

Loka endur­vinnslu­stöðvum vegna veðurs

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lokað verður í tveimur útibúum Sorpu í dag.
Lokað verður í tveimur útibúum Sorpu í dag. Vísir/Vilhelm

Lokað verður á endurvinnslustöðvum Sorpu í Ánanaustum og við Breiðhellu í dag vegna veðurs.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu, segir í samtali við fréttastofu að sjaldgæft sé að gripið sé til lokana.

„Eins og staðan er núna þá verður lokað í Ánanaustum og Breiðhöllu þangað til annað kemur í ljós. Þetta eru öryggisráðstafanir vegna vinds. Þetta heyrir til algjörra undantekninga.“

Hann ítrekar að opið sé á öðrum endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að lægðin skelli einna verst á landið vestanvert, sér í lagi í við sjó, í Hafnarfirði og í Vesturbæ Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×