Víkingar byrja á sigri | Kjartan Henry kominn á blað hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 22:31 Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fjöldi leikja í Lengjubikar karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Njarðvík á meðan ríkjandi Lengjubikarmeistarar FH unnu Selfoss í Hafnafirði. Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar. Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira
Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira