United upp í annað sætið eftir torsóttan sigur 12. febrúar 2023 13:30 Marcus Rashford fagnar marki sínu í leiknum í dag. Vísir/Getty Manchester United vann 2-0 sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. United lyftir sér upp í annað sætið með sigrinum. Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna á miðvikudag og mættust á nýjan leik í dag. United fékk því annað tækifæri til að koma sér í annað sæti deildarinnar en liðið var tveimur stigum á eftir Manchester City fyrir leikinn. Leeds sat hins vegar í 17.sætinu og var í bráðri þörf fyrir stig. Leikurinn var fjörugur strax frá upphafi og mikill ákafi í leikmönnum beggja liða. Leikmenn Leeds sýndu mikla baráttu en það var United sem fékk besta færið þegar Bruno Fernandes komst mjög nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik voru það hins vegar heimamenn sem byrjuðu mun betur. Þeir fengu tækifæri til að skora og voru líklegri aðilinn fyrstu mínúturnar. Tíu mínútum fyrir leikslok kom síðan fyrsta markið. Marcus Rashford kom þá United í 1-0 með skalla eftir góða sendingu Luke Shaw. Skömmu síðar kom síðan rothöggið þegar varamaðurinn Alejandro Garnacho skoraði eftir góðan sprett og frábæra afgreiðslu. Úrslitin voru svo gott sem ráðin eftir þetta en United skoraði reyndar tvö mörk í viðbót sem bæði voru réttilega dæmd af vegna rangstöðu, fyrst Rashford og síðan Hollendingurinn Wout Weghorst. Lokatölur 2-0 og United því komið upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar um stundarsakir en Manchester City á leik gegn Aston Villa nú á eftir og fer upp fyrir nágranna sína með sigri. Enski boltinn
Manchester United vann 2-0 sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. United lyftir sér upp í annað sætið með sigrinum. Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna á miðvikudag og mættust á nýjan leik í dag. United fékk því annað tækifæri til að koma sér í annað sæti deildarinnar en liðið var tveimur stigum á eftir Manchester City fyrir leikinn. Leeds sat hins vegar í 17.sætinu og var í bráðri þörf fyrir stig. Leikurinn var fjörugur strax frá upphafi og mikill ákafi í leikmönnum beggja liða. Leikmenn Leeds sýndu mikla baráttu en það var United sem fékk besta færið þegar Bruno Fernandes komst mjög nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik voru það hins vegar heimamenn sem byrjuðu mun betur. Þeir fengu tækifæri til að skora og voru líklegri aðilinn fyrstu mínúturnar. Tíu mínútum fyrir leikslok kom síðan fyrsta markið. Marcus Rashford kom þá United í 1-0 með skalla eftir góða sendingu Luke Shaw. Skömmu síðar kom síðan rothöggið þegar varamaðurinn Alejandro Garnacho skoraði eftir góðan sprett og frábæra afgreiðslu. Úrslitin voru svo gott sem ráðin eftir þetta en United skoraði reyndar tvö mörk í viðbót sem bæði voru réttilega dæmd af vegna rangstöðu, fyrst Rashford og síðan Hollendingurinn Wout Weghorst. Lokatölur 2-0 og United því komið upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar um stundarsakir en Manchester City á leik gegn Aston Villa nú á eftir og fer upp fyrir nágranna sína með sigri.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti