Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 10:57 Eflingarliðar reyndu að stöðva Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem var á leið af ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43