Enski boltinn

„United virðist vera með stjóra sem veit hvað hann er að gera“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag hefur gert góða hluti með Manchester United eftir að hann kom frá Ajax.
Erik ten Hag hefur gert góða hluti með Manchester United eftir að hann kom frá Ajax. getty/Michael Regan

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur áhyggjur af framförunum sem Manchester United hefur tekið eftir að Erik ten Hag tók við liðinu.

Ten Hag hefur snúið gengi United frá síðasta tímabili við en liðið er í 3. sæti ensku úrvasldeildarinnar og komið í úrslit deildabikarsins þar sem það mætir Newcastle United.

„Þetta virðist vera öðruvísi undir stjórn Ten Hags,“ sagði Carragher í The Overlap á Sky. 

„Það var alltaf eins og það væri einhver neikvæðni í kringum fyrrverandi stjóra. En núna virðist United vera með stjóra sem veit hvað hann er að gera. Það virðist líka vera góður andi sem hefur ekki verið til staðar í nokkurn tíma. Það er eins og þeir séu að koma aftur. Það er eitthvað að gerast hjá United sem ég sá ekki hjá öðrum stjórum. Svo þetta er áhyggjuefni.“

United mætir Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en á miðvikudaginn skildu jöfn á Old Trafford, 2-2. Leeds komst í 0-2 með mörkum í upphafi beggja hálfleikja en Marcus Rashford og Jadon Sancho tryggðu United stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×