Leita að „verkefnastjóra framtíðarinnar“ í miðju ráðningarbanni Máni Snær Þorláksson skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Hildur Björnsdóttir gagnrýnir að borgin sé að ráða í störf sem ekki eru framlínustörf í miðju ráðningarbanni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg auglýsir eftir verkefnastjóra framtíðarinnar. Auglýsingin hefur verið sögð óljós og borgarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningu sem þessa í miðju ráðningarbanni. Staðan er á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt auglýsingu felur starfið í sér að taka þátt í mótun nýrrar verkefnastofu. „Á verkefnastofu er unnið eftir hugmyndafræði verkefnastjórnunar, verkefnum er fylgt eftir frá upphafi til enda þvert á verkþætti og ábyrgðarsvið fagskrifstofa,“ segir um verkefnastofu í auglýsingunni. Helstu verkefni og ábyrgð verkefnastjóra framtíðarinnar eru eftirfarandi: - Stýra verkefnum og verkefnastofum sem ganga þvert á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - Leiða teymisvinnu verkefna og stjórnun á aðkeyptri vinnu ráðgjafa - Ber ábyrgð á framkvæmd áætlana og greininga sem gerðar eru í tengslum við verkefnin - Þátttaka í starfshópum og vinnustofum sem fulltrúi verkefnastofu - Utanumhald um verkefnisstjórnunarhugbúnað sviðsins - Þróa og innleiða aðgerðafræði, verkferli og vinnutæki verkefnastjórnunar - Veita öðru starfsfólki sviðsins ráðgjöf og þjálfun varðandi verkefnastjórnun Starfsauglýsingin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Upp hafa komið vangaveltur um það hvað starfið felur nákvæmlega í sér, auglýsingin sé ekki nógu skýr. Næsti yfirmaður verkefnastjóra framtíðarinnar er Eva Kristinsdóttir, skrifstofustjóri verkefnastofu. Fréttastofa hafði samband við Evu til að fá nánari útskýringu á því hvað starfið felur í sér: „Þetta felur í sér að við erum hérna á Reykjavíkurborg með risavaxin verkefni um alla borg og til margra ára oft á tíðum. Við erum að fara að nýta faglega verkefnastjórnun, sem er faggrein, og vinna samkvæmt þeirri hugmyndafræði – fylgja verkefnunum eftir frá upphafi til enda,“ segir Eva. „Eins og staðan er núna þá eru margar skrifstofur, þannig við erum að fara að vinna eftir þessari hugmyndafræði þar sem að verkefnið fer í gegnum mismunandi ferli verkefnisins á líftímanum.“ Ung fræði Verkefnin sem um ræðir séu til dæmis skipulagsverkefni og framkvæmdaverkefni, Borgarlínan, Sæbrautarstokkur og uppbygging nýrra hverfa. Eva segir að um jákvætt skref sé að ræða, það er að segja að verið sé að nýta aðferðarfræði verkefnastjórnunar. „Fólk þekkir kannski ekki nógu vel hvað faggreinin verkefnastjórnun er. Fræðin eru ung þannig það er kannski líka einhver partur af því. Þetta er faggrein sem við erum að vinna eftir.“ Hún útskýrir að þegar verið er að ræða um verkefni er átt við eitthvað sem hefur upphaf og enda. „Það er talað um verkefni að koma börnunum í rúmið á kvöldin og verkefni að tannbursta en verkefni samkvæmt fræðunum er eitthvað sem er einstakt, sem hefur upphaf og endi,“ segir hún. Þá sé rekstur ekki verkefni þar sem það þarf, sem fyrr segir, að hafa upphaf og enda. Ráðningin skjóti mjög skökku við Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að Reykjavíkurborg sé að ráða í stöður sem þessa þegar eins konar ráðningarbann er í gildi í borginni. Bannið felur í sér að ekki á að ráða í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Þær aðgerðir eiga þó ekki að eiga við um störf í framlínu, eins og í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. „Við höfum bent á þessa gríðarlegu starfsmannafjölgun sem hefur átt sér stað hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Hún var í rauninni 25% á síðustu fimm árum. Nú þegar við sáum að útkomuspá fyrir árið 2022 sýndi fram á 15,3 milljarða halla þá var eina aðgerð meirihlutans að fara í eins konar ráðningarbann eins og þau kölluðu það. Það var sent bréf á til að mynda leikskóla og fleiri stofnanir borgarinnar og fólk beðið um að halda að sér höndum í mannaráðningum, ráða ekki nema í allra nauðsynlegustu störfin. Svo er mjög sérkennilegt að bara örfáum vikum seinna sér maður að það er verið að ráða verkefnastjóra hér og þar og í ótrúlega mörg störf sem ekki er hægt að segja að séu allra mikilvægustu framlínustörfin sem þarf að ráðast í til að sinna grunnþjónustunni. Þannig þetta skýtur mjög skökku við. Við höfum flaggað á þetta og við höfum áhyggjur af þessari þróun.“ Furðar sig á ráðningum borgarinnar Hildur segir að fækka þurfi því starfsfólki borgarinnar sem vinnur í yfirbyggingunni: „Við höfum bent á að það þarf að fækka starfsfólki borgarinnar og þá auðvitað alls ekki í grunnþjónustunni og alls ekki í störfunum á gólfinu sem snúa að því að sinna fólkinu í borginni heldur einmitt störfin í yfirbyggingunni.“ Hún furðar sig því þegar borgin auglýsir eftir fólki í störf sem ekki er hægt að túlka sem framlínustörf. „Þessi störf sem við erum að sjá, maður sér þetta í hverri einustu viku að það er verið að auglýsa eftir einhverjum verkefnastjórum og skrifstofustjórum inn í yfirbygginguna,“ segir hún. „Þetta er ekki fólkið sem er að sinna þessari mikilvægu grunnþjónustu. Á sama tíma vantar okkur fólk í leikskólana, okkur vantar fólk á frístundaheimilin og til að manna þessi mikilvægustu störf. Þarna sjáum við þessar skrýtnu áherslur hjá þessum meirihluta.“ Þá eru stöður sem þessar ekki lágt launaðar samkvæmt Hildi. „Þetta eru almennt hálaunastörf,“ segir hún. Óljóst og sérkennilegt starfsheiti Varðandi nákvæmlega þetta starf, verkefnastjóra framtíðarinnar, segir Hildur að vægast sagt sé um „mjög sérkennilegt starfsheiti“ að ræða. Þá sé erfitt að sjá hvernig ráðning í þessa stöðu samræmist ráðningarreglunum sem kynntar voru fyrir áramót. „Þetta getur ekki talist mikilvægt starf eða nauðsynlegt starf í þágu grunnþjónustu. Þannig mér finnst þetta vera eitthvað sem mætti missa sín í árferði eins og því sem við horfum á núna.“ Hildur segir að starfið geti ekki talist mikilvægt eða nauðsynlegt.vísir/vilhelm Einnig segir hún að það sé mjög óljóst hvað starfið felur í sér. „Þetta er eitt af þessum sérkennilegu störfum eins og hér um árið, þegar það var auglýst eftir skrifstofustjóra á skrifstofu skrifstofustjóra,“ segir hún. „Svona er þetta og það er mjög merkilegt og smá óhugnanlegt að fá innsýn í hvernig svona stjórnkerfi blæs út. Fólk hefur einhvern veginn algjörlega misst yfirsýn. Ágætis dæmi um það er að á síðasta kjörtímabili bað ég um yfirlit yfir starfslýsingar allra starfsmanna í miðlægri stjórnsýslu. Það er þá bara starfsfólkið í yfirbyggingunni, fólkið sem er ekki á gólfinu að sinna grunnþjónustunni. Ég beið lengi eftir svarinu og tilgangur þess að fá þetta svar var að rýna svona inn í hvar væri hægt að skera niður. Svarið barst að endingu og var 600 blaðsíður, mér finnst það eiginlega bara segja alla söguna.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Staðan er á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt auglýsingu felur starfið í sér að taka þátt í mótun nýrrar verkefnastofu. „Á verkefnastofu er unnið eftir hugmyndafræði verkefnastjórnunar, verkefnum er fylgt eftir frá upphafi til enda þvert á verkþætti og ábyrgðarsvið fagskrifstofa,“ segir um verkefnastofu í auglýsingunni. Helstu verkefni og ábyrgð verkefnastjóra framtíðarinnar eru eftirfarandi: - Stýra verkefnum og verkefnastofum sem ganga þvert á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - Leiða teymisvinnu verkefna og stjórnun á aðkeyptri vinnu ráðgjafa - Ber ábyrgð á framkvæmd áætlana og greininga sem gerðar eru í tengslum við verkefnin - Þátttaka í starfshópum og vinnustofum sem fulltrúi verkefnastofu - Utanumhald um verkefnisstjórnunarhugbúnað sviðsins - Þróa og innleiða aðgerðafræði, verkferli og vinnutæki verkefnastjórnunar - Veita öðru starfsfólki sviðsins ráðgjöf og þjálfun varðandi verkefnastjórnun Starfsauglýsingin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Upp hafa komið vangaveltur um það hvað starfið felur nákvæmlega í sér, auglýsingin sé ekki nógu skýr. Næsti yfirmaður verkefnastjóra framtíðarinnar er Eva Kristinsdóttir, skrifstofustjóri verkefnastofu. Fréttastofa hafði samband við Evu til að fá nánari útskýringu á því hvað starfið felur í sér: „Þetta felur í sér að við erum hérna á Reykjavíkurborg með risavaxin verkefni um alla borg og til margra ára oft á tíðum. Við erum að fara að nýta faglega verkefnastjórnun, sem er faggrein, og vinna samkvæmt þeirri hugmyndafræði – fylgja verkefnunum eftir frá upphafi til enda,“ segir Eva. „Eins og staðan er núna þá eru margar skrifstofur, þannig við erum að fara að vinna eftir þessari hugmyndafræði þar sem að verkefnið fer í gegnum mismunandi ferli verkefnisins á líftímanum.“ Ung fræði Verkefnin sem um ræðir séu til dæmis skipulagsverkefni og framkvæmdaverkefni, Borgarlínan, Sæbrautarstokkur og uppbygging nýrra hverfa. Eva segir að um jákvætt skref sé að ræða, það er að segja að verið sé að nýta aðferðarfræði verkefnastjórnunar. „Fólk þekkir kannski ekki nógu vel hvað faggreinin verkefnastjórnun er. Fræðin eru ung þannig það er kannski líka einhver partur af því. Þetta er faggrein sem við erum að vinna eftir.“ Hún útskýrir að þegar verið er að ræða um verkefni er átt við eitthvað sem hefur upphaf og enda. „Það er talað um verkefni að koma börnunum í rúmið á kvöldin og verkefni að tannbursta en verkefni samkvæmt fræðunum er eitthvað sem er einstakt, sem hefur upphaf og endi,“ segir hún. Þá sé rekstur ekki verkefni þar sem það þarf, sem fyrr segir, að hafa upphaf og enda. Ráðningin skjóti mjög skökku við Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að Reykjavíkurborg sé að ráða í stöður sem þessa þegar eins konar ráðningarbann er í gildi í borginni. Bannið felur í sér að ekki á að ráða í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Þær aðgerðir eiga þó ekki að eiga við um störf í framlínu, eins og í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. „Við höfum bent á þessa gríðarlegu starfsmannafjölgun sem hefur átt sér stað hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Hún var í rauninni 25% á síðustu fimm árum. Nú þegar við sáum að útkomuspá fyrir árið 2022 sýndi fram á 15,3 milljarða halla þá var eina aðgerð meirihlutans að fara í eins konar ráðningarbann eins og þau kölluðu það. Það var sent bréf á til að mynda leikskóla og fleiri stofnanir borgarinnar og fólk beðið um að halda að sér höndum í mannaráðningum, ráða ekki nema í allra nauðsynlegustu störfin. Svo er mjög sérkennilegt að bara örfáum vikum seinna sér maður að það er verið að ráða verkefnastjóra hér og þar og í ótrúlega mörg störf sem ekki er hægt að segja að séu allra mikilvægustu framlínustörfin sem þarf að ráðast í til að sinna grunnþjónustunni. Þannig þetta skýtur mjög skökku við. Við höfum flaggað á þetta og við höfum áhyggjur af þessari þróun.“ Furðar sig á ráðningum borgarinnar Hildur segir að fækka þurfi því starfsfólki borgarinnar sem vinnur í yfirbyggingunni: „Við höfum bent á að það þarf að fækka starfsfólki borgarinnar og þá auðvitað alls ekki í grunnþjónustunni og alls ekki í störfunum á gólfinu sem snúa að því að sinna fólkinu í borginni heldur einmitt störfin í yfirbyggingunni.“ Hún furðar sig því þegar borgin auglýsir eftir fólki í störf sem ekki er hægt að túlka sem framlínustörf. „Þessi störf sem við erum að sjá, maður sér þetta í hverri einustu viku að það er verið að auglýsa eftir einhverjum verkefnastjórum og skrifstofustjórum inn í yfirbygginguna,“ segir hún. „Þetta er ekki fólkið sem er að sinna þessari mikilvægu grunnþjónustu. Á sama tíma vantar okkur fólk í leikskólana, okkur vantar fólk á frístundaheimilin og til að manna þessi mikilvægustu störf. Þarna sjáum við þessar skrýtnu áherslur hjá þessum meirihluta.“ Þá eru stöður sem þessar ekki lágt launaðar samkvæmt Hildi. „Þetta eru almennt hálaunastörf,“ segir hún. Óljóst og sérkennilegt starfsheiti Varðandi nákvæmlega þetta starf, verkefnastjóra framtíðarinnar, segir Hildur að vægast sagt sé um „mjög sérkennilegt starfsheiti“ að ræða. Þá sé erfitt að sjá hvernig ráðning í þessa stöðu samræmist ráðningarreglunum sem kynntar voru fyrir áramót. „Þetta getur ekki talist mikilvægt starf eða nauðsynlegt starf í þágu grunnþjónustu. Þannig mér finnst þetta vera eitthvað sem mætti missa sín í árferði eins og því sem við horfum á núna.“ Hildur segir að starfið geti ekki talist mikilvægt eða nauðsynlegt.vísir/vilhelm Einnig segir hún að það sé mjög óljóst hvað starfið felur í sér. „Þetta er eitt af þessum sérkennilegu störfum eins og hér um árið, þegar það var auglýst eftir skrifstofustjóra á skrifstofu skrifstofustjóra,“ segir hún. „Svona er þetta og það er mjög merkilegt og smá óhugnanlegt að fá innsýn í hvernig svona stjórnkerfi blæs út. Fólk hefur einhvern veginn algjörlega misst yfirsýn. Ágætis dæmi um það er að á síðasta kjörtímabili bað ég um yfirlit yfir starfslýsingar allra starfsmanna í miðlægri stjórnsýslu. Það er þá bara starfsfólkið í yfirbyggingunni, fólkið sem er ekki á gólfinu að sinna grunnþjónustunni. Ég beið lengi eftir svarinu og tilgangur þess að fá þetta svar var að rýna svona inn í hvar væri hægt að skera niður. Svarið barst að endingu og var 600 blaðsíður, mér finnst það eiginlega bara segja alla söguna.“
Helstu verkefni og ábyrgð verkefnastjóra framtíðarinnar eru eftirfarandi: - Stýra verkefnum og verkefnastofum sem ganga þvert á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - Leiða teymisvinnu verkefna og stjórnun á aðkeyptri vinnu ráðgjafa - Ber ábyrgð á framkvæmd áætlana og greininga sem gerðar eru í tengslum við verkefnin - Þátttaka í starfshópum og vinnustofum sem fulltrúi verkefnastofu - Utanumhald um verkefnisstjórnunarhugbúnað sviðsins - Þróa og innleiða aðgerðafræði, verkferli og vinnutæki verkefnastjórnunar - Veita öðru starfsfólki sviðsins ráðgjöf og þjálfun varðandi verkefnastjórnun
Borgarstjórn Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira