Fyrsti deildarsigur Juventus síðan stigin voru dregin af liðinu 7. febrúar 2023 21:40 Dusan Vlahovic skoraði tvö og lagði upp eitt í kvöld. Francesco Pecoraro/Getty Images Juventus var án sigurs í seinustu þremur deildarleikjum sínum þar sem liðið hafði tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Dusan Vlahovic kom gestunum yfir með marki á vítapunktinum áður en Serbinn lagði upp annað mark liðsins fyrir Filip Kostic stuttu fyrir hálfleik. Staðan var því 2-0, Juventus í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Vlahovic var þó ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Juventus strax á annarri mínútu síðari hálfleiks og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur Juventus sem nú er með 26 stig ítíunda sæti deildarinnar eftir 21 leik, fimm stigum meira en Salernitana sem situr í 16. sæti. Ítalski boltinn
Juventus var án sigurs í seinustu þremur deildarleikjum sínum þar sem liðið hafði tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Dusan Vlahovic kom gestunum yfir með marki á vítapunktinum áður en Serbinn lagði upp annað mark liðsins fyrir Filip Kostic stuttu fyrir hálfleik. Staðan var því 2-0, Juventus í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Vlahovic var þó ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Juventus strax á annarri mínútu síðari hálfleiks og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur Juventus sem nú er með 26 stig ítíunda sæti deildarinnar eftir 21 leik, fimm stigum meira en Salernitana sem situr í 16. sæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti