„Rosalega frústrerandi“ að trúa því að maður geti betur Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 09:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins í dag. vísir/Sigurjón Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins en hann hefur á skömmum tíma slegið Íslandsmetin í 60 og 200 metra hlaupi innanhúss. Hann segist nú vera að sýna nokkuð sem hann vissi lengi að hann gæti. Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira