Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:34 Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37