Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-30 | Ótrúleg endurkoma gestanna þegar allt virtist tapað Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2023 22:40 Marko Coric átti fínan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram heimsótti Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir virtust hafa tapað leiknum í síðari hálfleik en sneru við taflinu og unnu á endanum magnaðan eins marks sigur. Fram kom á óvart og spilaði athyglisverðan varnarleik þar sem bakverðir Fram pressuðu skyttur heimamanna hátt á völlinn. Afturelding leysti þessa vörn nokkuð auðveldlega þar sem sóknir enduðu oftar en ekki á dauðafærum. Ofan á það var Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, ekki að verja mikið og Magnús Gunnar Erlendsson skipti við hann undir lok fyrri hálfleiks og varði tvo bolta. Gestirnir þurftu að hafa mikið fyrir mörkunum sínum og áttu í vandræðum með að brjóta sig í gegnum vel skipulagða vörn Aftureldingar. Til samanburðar þá skoraði Afturelding fimm mörk af sex metrunum á meðan Fram tók eitt skot af sex metrunum sem klikkaði. Þrátt fyrir að Afturelding væri með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá tókst heimamönnum ekki að slíta Framara frá sér og munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik 16-14. Afturelding tók frumkvæðið í síðari hálfleik og var með mikla yfirburði. Heimamenn komust fimm mörkum yfir 21-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og tók hárblásarann á liðið sitt. Eftir leikhlé Einars breyttist leikurinn. Heimamenn fóru að tapa boltanum klaufalega og Fram refsaði. Gestirnir náðu að saxa á forskot Aftureldingar og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, þurfti að brenna tvö leikhlé á fjórum mínútum. Fram náði að jafna leikinn í 26-26 þegar sex mínútur voru eftir og lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á mörkum og þegar innan við mínúta var eftir átti Fram boltann og Einar Jónsson tók leikhlé. Breki Dagsson skoraði sigurmarkið og tryggði gestunum ótrúlegan endurkomusigur 29-30. Af hverju vann Fram? Það var með ólíkindum að Fram hafi unnið leikinn. Fram komst í fyrsta skipti yfir í stöðunni 28-29 þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Afturelding kastaði leiknum frá sér verandi fimm mörkum yfir þegar korter var eftir. Fram vann síðustu fimmtán mínúturnar með sex mörkum 6-12. Hverjir stóðu upp úr? Einar Jónsson, þjálfari Fram, á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann stjórnaði sínum mönnum á meðan leik stóð. Fram byrjaði að mæta skyttum Aftureldingar hátt á vellinum sem var ekki að virka og þá breytti Einar yfir í 5-1 vörn. Stefán Darri byrjaði vel en síðan datt hans leikur niður og hann fór að gera mistök. Luka Vukicevic byrjaði í hægri skyttunni en náði sér aldrei á strik. Einar skipti þeim báðum útaf og fékk betra framlag frá þeim sem komu af bekknum. Reynir Þór Stefánsson átti frábæran leik og var allt í öllu þegar Fram spilaði hvað best. Reynir endaði með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Afturelding klúðraði þessum leik verandi fimm mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir. Heimamenn gerðu klaufamistök eftir klaufamistök eftir klaufamistök. Sem varð til þess að Fram skoraði auðveld mörk og kom til baka. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 12. febrúar fer Afturelding á Seltjarnarnesið og mætir Gróttu klukkan 16:30. Á sama degi mætast Fram og FH klukkan 20:15. Einar: Þiggjum sigurinn með þökkum Einar Jónsson. var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með eins marks sigur á Aftureldingu. „Þetta var rosalegur leikur og þetta var kærkominn sigur. Þetta leit ekki vel út um miðjan seinni hálfleik en við þiggjum sigurinn með þökkum,“ sagði Einar Jónsson í viðtali eftir leik. Framarar byrjuðu á að mæta skyttum Aftureldingar langt út á velli en breyttu síðan um vörn í seinni hálfleik og Einar viðurkenndi að vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik. „Það sem við byrjuðum í heppnaðist ekki vel. Ég átti alveg von á því að þetta yrði ekkert frábært en hluti af því að spila svona var að pína þá og halda uppi hröðum leik því við vorum búnir að ákveða að fara í 5-1 vörn seinna í leiknum en þurftum að gera það aðeins of snemma.“ „Þetta var planið og það er gott að segja það eftir að hafa unnið leikinn. Við breyttum um vörn um miðjan seinni hálfleik og við kláruðum leikinn á vörninni sem skilaði hraðaupphlaupum og síðan fengum við tvo bolta frá Lárusi Helga í lokin.“ Reynir Þór Stefánsson fór á kostum og skoraði sjö mörk. Einar var þó ekkert að missa sig yfir hans frammistöðu og var með báðar fætur á jörðinni. „Hann var ágætur en getur meira. Reynir var ekkert sérstakur í fyrri en flottur í seinni hálfleik. Ég hef séð hann spila betur en hann stóð sig vel eins og allt liðið,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Olís-deild karla Fram Afturelding
Fram heimsótti Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir virtust hafa tapað leiknum í síðari hálfleik en sneru við taflinu og unnu á endanum magnaðan eins marks sigur. Fram kom á óvart og spilaði athyglisverðan varnarleik þar sem bakverðir Fram pressuðu skyttur heimamanna hátt á völlinn. Afturelding leysti þessa vörn nokkuð auðveldlega þar sem sóknir enduðu oftar en ekki á dauðafærum. Ofan á það var Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, ekki að verja mikið og Magnús Gunnar Erlendsson skipti við hann undir lok fyrri hálfleiks og varði tvo bolta. Gestirnir þurftu að hafa mikið fyrir mörkunum sínum og áttu í vandræðum með að brjóta sig í gegnum vel skipulagða vörn Aftureldingar. Til samanburðar þá skoraði Afturelding fimm mörk af sex metrunum á meðan Fram tók eitt skot af sex metrunum sem klikkaði. Þrátt fyrir að Afturelding væri með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá tókst heimamönnum ekki að slíta Framara frá sér og munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik 16-14. Afturelding tók frumkvæðið í síðari hálfleik og var með mikla yfirburði. Heimamenn komust fimm mörkum yfir 21-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og tók hárblásarann á liðið sitt. Eftir leikhlé Einars breyttist leikurinn. Heimamenn fóru að tapa boltanum klaufalega og Fram refsaði. Gestirnir náðu að saxa á forskot Aftureldingar og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, þurfti að brenna tvö leikhlé á fjórum mínútum. Fram náði að jafna leikinn í 26-26 þegar sex mínútur voru eftir og lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á mörkum og þegar innan við mínúta var eftir átti Fram boltann og Einar Jónsson tók leikhlé. Breki Dagsson skoraði sigurmarkið og tryggði gestunum ótrúlegan endurkomusigur 29-30. Af hverju vann Fram? Það var með ólíkindum að Fram hafi unnið leikinn. Fram komst í fyrsta skipti yfir í stöðunni 28-29 þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Afturelding kastaði leiknum frá sér verandi fimm mörkum yfir þegar korter var eftir. Fram vann síðustu fimmtán mínúturnar með sex mörkum 6-12. Hverjir stóðu upp úr? Einar Jónsson, þjálfari Fram, á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann stjórnaði sínum mönnum á meðan leik stóð. Fram byrjaði að mæta skyttum Aftureldingar hátt á vellinum sem var ekki að virka og þá breytti Einar yfir í 5-1 vörn. Stefán Darri byrjaði vel en síðan datt hans leikur niður og hann fór að gera mistök. Luka Vukicevic byrjaði í hægri skyttunni en náði sér aldrei á strik. Einar skipti þeim báðum útaf og fékk betra framlag frá þeim sem komu af bekknum. Reynir Þór Stefánsson átti frábæran leik og var allt í öllu þegar Fram spilaði hvað best. Reynir endaði með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Afturelding klúðraði þessum leik verandi fimm mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir. Heimamenn gerðu klaufamistök eftir klaufamistök eftir klaufamistök. Sem varð til þess að Fram skoraði auðveld mörk og kom til baka. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 12. febrúar fer Afturelding á Seltjarnarnesið og mætir Gróttu klukkan 16:30. Á sama degi mætast Fram og FH klukkan 20:15. Einar: Þiggjum sigurinn með þökkum Einar Jónsson. var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með eins marks sigur á Aftureldingu. „Þetta var rosalegur leikur og þetta var kærkominn sigur. Þetta leit ekki vel út um miðjan seinni hálfleik en við þiggjum sigurinn með þökkum,“ sagði Einar Jónsson í viðtali eftir leik. Framarar byrjuðu á að mæta skyttum Aftureldingar langt út á velli en breyttu síðan um vörn í seinni hálfleik og Einar viðurkenndi að vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik. „Það sem við byrjuðum í heppnaðist ekki vel. Ég átti alveg von á því að þetta yrði ekkert frábært en hluti af því að spila svona var að pína þá og halda uppi hröðum leik því við vorum búnir að ákveða að fara í 5-1 vörn seinna í leiknum en þurftum að gera það aðeins of snemma.“ „Þetta var planið og það er gott að segja það eftir að hafa unnið leikinn. Við breyttum um vörn um miðjan seinni hálfleik og við kláruðum leikinn á vörninni sem skilaði hraðaupphlaupum og síðan fengum við tvo bolta frá Lárusi Helga í lokin.“ Reynir Þór Stefánsson fór á kostum og skoraði sjö mörk. Einar var þó ekkert að missa sig yfir hans frammistöðu og var með báðar fætur á jörðinni. „Hann var ágætur en getur meira. Reynir var ekkert sérstakur í fyrri en flottur í seinni hálfleik. Ég hef séð hann spila betur en hann stóð sig vel eins og allt liðið,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti