Neville segir eitthvað að hjá City og Carragher veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rangt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 23:31 Erling Haaland gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Tottenham. Vísir/Getty Gary Neville segir að það sé eitthvað að hjá Manchester City en liðið tapaði gegn Tottenham fyrr í dag. Jamie Carragher veltir fyrir sér hvort Erling Braut Haaland hafi valið rangt lið þegar hann gekk til liðs við Englandsmeistarana. Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“ Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“
Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti