Með Tvíhöfða á tvíhöfðunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2023 21:31 Sigmar og Inga eru í skýjunum með nýju húðflúrin. Vísir/Einar Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins. Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum. Húðflúr Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum.
Húðflúr Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira