Koma á fót nýjum áfangaheimilum og vilja fækka neyðarskýlum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 20:29 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að koma á fót nýju millistigs úrræði fyrir heimilislausa, meðal annars í formi áfangahúsnæðis. Markmiðið er að takmarka þann tíma sem fólk dvelur í neyðarskýlum en formaður velferðarráðs vonar að í framtíðinni verði ekki þörf á slíkum skýlum. Ríki og sveitarfélög þurfi að marka sér stefnu í málaflokknum. Borgin samþykkti upprunalega stefnu í málefnum heimilislausra árið 2019 og frá þeim tíma hafa aðgerðaráætlanir til skemmri tíma verið samþykktar í velferðarráði. Nú er unnið að nýrri áætlun í velferðarráði og skiluðu þau áfangaáætlun í vikunni. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir það hafa verið ákveðið að koma inn með nýtt milli húsnæði eða áfangahúsnæði þar sem fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir getur búið í skemmri tíma í húsnæði með stuðningi. Um er að ræða millistig frá neyðarskýlunum, sem að sögn Heiðu hefur vantað, þar sem tekið er tillit til óska og þarfa einstakling í auknum mæli. „Þannig við getum í rauninni úthlutað í framhaldinu varanlegri búsetumöguleikum fyrir viðkomandi með stuðningi sem að hentar. Þannig helst kannski að reyna að takmarka þann tíma sem að fólk er í þessum neyðarskýlum en líka vanda okkur enn meira þegar það er úthlutað í varanlegt húsnæði,“ segir Heiða. Þegar hafa fimm konur fengið úthlutað slíku húsnæði og sex munu fá úthlutað á næstu dögum en sömuleiðis var ákveðið að opna áfangaheimili fyrir átta karlmenn á næstu mánuðum. Vilja fækka neyðarskýlum á endanum Ýmis neyðarrými eru þegar til og var þeim tímabundið fjölgað nýverið en Heiða bendir á að það sé ekki búseta eða góður staður til að vera á. Þau vilji takmarka þann tíma sem fólk er í slíkum úrræðum og stendur ekki til að fjölga þeim meira í framhaldinu, enda sé það andstætt þeirra stefnu. „Við ættum að geta tekið betur utan um það fólk sem að þarna lendir og gera það hraðar og betur. Þannig í framtíðinni ætlum við okkur, og höfum sett okkur það markmið, að vera með færri svona rými. Þau ættu ekki að þurfa að vera svona mörg og það á ekki að þurfa að staldra við þar svona lengi,“ segir Heiða. Farið verður nú í að greina kostnaðinn og möguleika til að opna fleiri úrræði og niðurstaðan lögð fram í lok maí. Ríki og sveitarfélög geti tekið borgarfulltrúa til fyrirmyndar Samhljómur sé í borgarstjórn í málaflokknum en Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti meðal annars athygli á málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. Öflugur stuðningur fólks víðs vegar að og þvert á flokka hafi gefið tillögu, sem hún hafi upprunalega lagt fram um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur árið 2021, byr undir báða vængi og stefna til framtíðar mörkuð. „Við höfum verið það lánsöm í Reykjavíkurborg að borgarfulltrúarnir hafa verið mjög samstíga í þessum málaflokki og ég held að það sé mikið gæfuspor og hefur gert okkur kleift að gera mjög margt á mjög skömmum tíma,“ segir Heiða og bætir við að Alda hafi tekið fullan þátt í vinnunni. Þingmenn og sveitarstjórnir megi taka það til fyrirmyndar en ekki sé um að ræða flokkspólitískt mál heldur mál samfélagsins. „Við höfum kallað eftir því að fá bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið með okkur í lið með það að það verði gerð stefna fyrir Ísland um það hvernig við ætlum að gera þetta og við höfum séð að það er þannig í löndunum í kringum okkur, það er einhvers konar landsstefna og áætlun þar sem að ríki og sveitarfélög taka sig öll saman um að þjónusta þennan hóp sem lendir þarna eins hratt og vel og hægt er,“ segir Heiða. Málefni heimilislausra Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Borgin samþykkti upprunalega stefnu í málefnum heimilislausra árið 2019 og frá þeim tíma hafa aðgerðaráætlanir til skemmri tíma verið samþykktar í velferðarráði. Nú er unnið að nýrri áætlun í velferðarráði og skiluðu þau áfangaáætlun í vikunni. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir það hafa verið ákveðið að koma inn með nýtt milli húsnæði eða áfangahúsnæði þar sem fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir getur búið í skemmri tíma í húsnæði með stuðningi. Um er að ræða millistig frá neyðarskýlunum, sem að sögn Heiðu hefur vantað, þar sem tekið er tillit til óska og þarfa einstakling í auknum mæli. „Þannig við getum í rauninni úthlutað í framhaldinu varanlegri búsetumöguleikum fyrir viðkomandi með stuðningi sem að hentar. Þannig helst kannski að reyna að takmarka þann tíma sem að fólk er í þessum neyðarskýlum en líka vanda okkur enn meira þegar það er úthlutað í varanlegt húsnæði,“ segir Heiða. Þegar hafa fimm konur fengið úthlutað slíku húsnæði og sex munu fá úthlutað á næstu dögum en sömuleiðis var ákveðið að opna áfangaheimili fyrir átta karlmenn á næstu mánuðum. Vilja fækka neyðarskýlum á endanum Ýmis neyðarrými eru þegar til og var þeim tímabundið fjölgað nýverið en Heiða bendir á að það sé ekki búseta eða góður staður til að vera á. Þau vilji takmarka þann tíma sem fólk er í slíkum úrræðum og stendur ekki til að fjölga þeim meira í framhaldinu, enda sé það andstætt þeirra stefnu. „Við ættum að geta tekið betur utan um það fólk sem að þarna lendir og gera það hraðar og betur. Þannig í framtíðinni ætlum við okkur, og höfum sett okkur það markmið, að vera með færri svona rými. Þau ættu ekki að þurfa að vera svona mörg og það á ekki að þurfa að staldra við þar svona lengi,“ segir Heiða. Farið verður nú í að greina kostnaðinn og möguleika til að opna fleiri úrræði og niðurstaðan lögð fram í lok maí. Ríki og sveitarfélög geti tekið borgarfulltrúa til fyrirmyndar Samhljómur sé í borgarstjórn í málaflokknum en Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti meðal annars athygli á málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. Öflugur stuðningur fólks víðs vegar að og þvert á flokka hafi gefið tillögu, sem hún hafi upprunalega lagt fram um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur árið 2021, byr undir báða vængi og stefna til framtíðar mörkuð. „Við höfum verið það lánsöm í Reykjavíkurborg að borgarfulltrúarnir hafa verið mjög samstíga í þessum málaflokki og ég held að það sé mikið gæfuspor og hefur gert okkur kleift að gera mjög margt á mjög skömmum tíma,“ segir Heiða og bætir við að Alda hafi tekið fullan þátt í vinnunni. Þingmenn og sveitarstjórnir megi taka það til fyrirmyndar en ekki sé um að ræða flokkspólitískt mál heldur mál samfélagsins. „Við höfum kallað eftir því að fá bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið með okkur í lið með það að það verði gerð stefna fyrir Ísland um það hvernig við ætlum að gera þetta og við höfum séð að það er þannig í löndunum í kringum okkur, það er einhvers konar landsstefna og áætlun þar sem að ríki og sveitarfélög taka sig öll saman um að þjónusta þennan hóp sem lendir þarna eins hratt og vel og hægt er,“ segir Heiða.
Málefni heimilislausra Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira