Samruni myndi styrkja lánshæfi bæði Kviku og Íslandsbanka, segir Moody´s
Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s.
Tengdar fréttir
Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið
Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans.